Búnaðarrit - 01.01.1896, Síða 49
45
efni, 1»ví fáum mun áður hafa komið til hugar, að þess
þyrfti við, enda er vonandi, að þess s.je eigi víða þörf,
þó á hinn bóginn sje eigi líklegt, að dæmi það, sem brjef-
ið hljóðar um, standi eitt sjer. Pað er skaði að brjef
þetta cr birt í Stjórnartíð. cinungis í ágripi. Ef brjeíin
til sýslumannsins og oddvitans hefðu birzt í heilu líki,
þá hefðu breysku hroppstjórarnir bctur sjeð mynd sína.
Það er einnig athugavert, hve sumir hreppstjórar
cru sparir á reikningum þegar þeir láta af hendi and-
virði þeirra kinda, sem eigendur ganga eptir, samkvæmt
auglýsingu eða annari vísbendingu, Þeir senda verðið,
án þess að lofa eigendunum að vita ncitt um uppboðs-
vcrð eða áfallinn kostnað; menn hafa því opt lineykslast
á upphæð vcrðsins, þegar hún hefur vcrið mjög lág, ef
til vill helmingur eða minna en helmingur algengs gang-
verðs, eða þess verðs, sem boðið var í kindina á upp-
boðinu. Það er því nauðsynleg regla, að hrcppstjórar
láti fylgja hvcrju kindarverði reikning yíir uppboðsverð
og kostnað, eins og margir hreppstjórar hafa gert, til
þess að sýna gcrðir sínar og fyrirbyggja tortryggni.
Þetta atriði væri þess vert, að landshöfðingi væri- beð-
inn um línu um það, hvort hreppstjórar eigi eru skyld-
ir til að gera reikningsskap þessarar ráðsmennsku.
Hvað er athugavert við auglysingarnar ?
Það má segja um óskilafjár-auglýsingarnar eins og
sumt annað, að þær cru ill uauðsyn, því þó mikið vanti
á, að þær nægi til þess, að hver fái sína eign, þá eru
þær samt að nokkrum notum, og þess vegna nauðsyn-
legar, vegna núverandi ástands og óreglu.
Forni og tilhögun auglýsinganna hefur breyzt til
batnaðar víðast annarsstaðar en í Borgarfirði; þar hefur
þetta breyzt til hins lakara og farið ver úr hendi um
nokkur ár heldur en annarsstaðar, að því loyti, að eigi