Búnaðarrit - 01.01.1896, Side 52
48
Fundarlaun fjenaðar er ótækt að fastákvcða í reglu-
gerð, svo sem gert er í sumum þcirra. Fyrirhöfn, tíma-
töf og ótal kringumstæður eru svo mismunandi, að slíkt
verður að meta í hvert skipti.
Það hefur verið ákvcðið í sumum reglugerðum, að
utanhreppsmenn, þ. e. þeir sem búa utan rjettarfje-
lagsins, skuli byggja dilka við rjettir, fyrir slangurfje
sitt. Þctta er ótæk ákvörðun, sem livorgi ætti að eiga
sjor stað. Það er eigi góð fjelagsregla, og óþarfur til-
kostnaður, að ferðast í fjarlæga hreppa og fjarlægar
sýslur til að byggja dilka fyrir slangurfje. Víðast
slangrar fje viðlíka á báða bóga á milli rjettarfjelaga,
en þó þetta sje á stöku stöðum mismunandi, þá ætti að
vera algild regla, að sjerhvert rjettarfjelag hafi sína
fjárrjett í því ástandi, sem með þarf, hverjir sem í hlut
eiga, eigi hana sjálft og hafi sína stjórnendur til að ráða
þar lögum og lofum.
Það eru miður heppileg ákvæði í sumum reglugerð-
um, að fyrirskipa uppskript og geymslu um langan tíma
á úrtíningsfje eptir síðustu rjctt; uppskript og lýsing á
mörgu fje í mörgum afskriptum, og útsending á
þeim, er mikið verk og óþarft; og geymsla á fjenu er
einungis til skemmda á því, svo sem að framan cr á vikið.
Það fje sem eigi er dregið eða hirt í síðustu rjett, ætti
að seljast þá þegar, helst strax í rjettinni; dráttur á
sölunni eykur skeytingarleysi manna að hirða fje sitt í
rjettum, auk annars ógagns sem af houum leiðir.
Fleira mætti benda á til athugunar í hinum ýmsu
reglugerðum, en hjer er ekki rúm til þess.
Er þörj' að ráða bút á framanskráðu ástandi Y ()g
hver ráð eru hagkvœmust og kostnaðarminnst til Jjess?
Margir munu það mæla, að breytingar til batnað-
ar sjeu nauðsynlegar í þessu efni; og nokkrir muuu