Búnaðarrit - 01.01.1896, Qupperneq 62
58
um; og að óhægara sje að aðskilja fje nágranna, sem
daglega gengur saman. Þessu svara eg þannig: Mis-
drátt kærulítilla og óvandvirkra eða óhlutvandra manna,
verður, eins hjer cptir sem hingað til, ómögulegt að fyr-
irbyggja með öllu, en hinum er eigi hætt við misdrætti,
þó yfirmark sje eins á báðum eyrurn; en optast nær cr
minni skaði að kind misdragist innan hrepps heldur cn
til annara hreppa. rPi] aðskilnaðar á fje úti í haga er
markið alsendis ónógt þótt misinunandi sje; en i húsum
eða rjett gctur verið fljótlcgra að aðskilja fje næstu
granna, eptir mismunandi yflrmarki, ef vissa er fyrir, að
eigi sje þar nokkur kind frá öðrurn, er fjær búa. Pcss
eru ótal dæmi, að nágrannar hafa haft sama inark á
fjc sínu, og enn önnur, að nágrannar hafa eigi haft
yfirmörk, hcldur einungis undirmörk, og hef eg aldrci
hcyrt þess getið, að þeir hafl breytt mörkum sínum af
framannefndum ástæðum. Að öðru léyti eru nóg ráð
kostnaðarlaus og fyrirhafnarlítil til að auðkenna ná-
grannafje, þegar svo báglega er ástatt, að smalinn jiekk-
ir ekki fje sitt, svo sem skúfbinding, lagður eða leppur
festur í bakið o. fl.
Mótbárur jiær, sem fram hafa komið gegn marka-
breytingu oru flestar sprottnar af misskilningi og van-
þekkingu eða athugaleysi á ástandinu; nokkrir eru og
hræddir við svo stórfellda breytingu, sem hjcr er bent
á, og telja hana óframkvæmilega, en flestir munu þeir
vera, sem blátt áfram neita öllum bréytingum, án þess
að færa nein rök fyrir neitun sinni. En þó þessir sjeu
enn þá í meiri hluta, hlýtur samt einhver liroyting að
verða á núverandi ástandi áður langir tímar líða, að
líkindum því fyr og því fremur, ef breytingin eigi þarf
að hafa kostnað eða fjárframlög í för með sjer.