Búnaðarrit - 01.01.1896, Qupperneq 67
63
Þegar um það er að ræða, livort meta eigi meira,
að sljetta tún eða girða, eða hvort af því cigi að ganga
á undan, þá mun undir íiestum kringumstæðum vera
sjálfsagt að girða fyrst. Um þetta atriði kemst sjera
Guðm. Einarsson í ritgerð sinni „'Um túnrœkt“ þannig
að orði: „Sje túnið karðlent, hægt að verja það, sje
það í skjóli fyrir stórviðrum og mjög þýft, þá er sjálf-
sagt að láta sljottunina ganga á undan girðingunni. Sje
túnið raklent, mikill ágangur á það, og freinur á ber-
svæði, og nokkuð sljett, þá ræð eg frcmur til að girt
sje en sljettað11.1 Af þessu má ráða, að í ílestum til-
fellum mundi höf. hafa ráðið til að girða fyrst; það er
undir vissum ■ kringumstæðum, að hann telur, að sljett-
unin eigi að ganga á undan. Með öðrum orðum: að
þegar túnið er harðlent, í skjóli og liægt að verja það,
o. s. frv., þá ræður hann til að sljetta fyrst, sje það
mjög þýft. En nú er að því að gæta, að túnasljettun,
betri meðköndlun á áburði o. s. frv., kernur þá fyrst að
fullum notum, er túnin eru girt. Mun því óhætt að
kalda sjer að því, að girða fyrst, nema túnið sje því
betur út af komið í skjóli, og ekki undirorpið ágangi.
Viðvíkjandi efni girðinga mun fiestuin koma saman
um, að grjótið sje það bczta, sem hægt er að fá. Grjót-
ið er bezt, bæði að því, er snertir varaniegleik þess
(cnding) og mótstöðukrapt (vörn). Þegar einu sinni er
búið að afla þess, er það til; það eyðiloggst ekki, og
þótt skörð geti hrunið í grjótgirðingar, þá er fljótgert
að endurbæta það, því efnið fer ekki forgörðum, heldur
má nota það aptur og aptur, en svo er eigi með torf
eða hnaus. Grjótið er einnig bezt, að því leyti, að það
má klaða úr því þó frost gcri, ef búið er áður að atía
þess og færa það að, og leggja undirstöðuna. Þegar
') Tímarit Bókmenntafjelagsins. I. ár 1880, bls. 42.