Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 84
Hver eru hin helztu ráð til að koma í
veg fyrir vorlambadauða?
Þessi spurning hofur verið lögð fyrir Búnaðarritið,
og er eðlilegt, að margur vilji reyna að (lraga úr þeim
mikla skaða, sem lambadauðinn hefur í för með sjer;
því að opt er jafnnlikill skaði, ef eigi mciri, að missa
vorlambið, en þótt það hefði vantað af fjalii. Hjer eru
þó oigi föng á, að fara nákvæmlcga út í þétta mál;
því að svo margt er að athuga. Þó vii eg beuda á
fáein atriði, og ef þeim er fylgt, má á íiestum stöðuin
að mestu koma í veg fyrir unglambadauða; því að opt,-
ast er það cinhverjum misfellum að kenna, ef lamba-
dauði er, svo nokkru verulegu nemi. Fyrirfarandi vor
hef eg haft yiir 200 lömb og hafa vanalega drepizt á
vorin 4—6. Vorið 1892 var mjög kalt; þá hafði eg
hátt á annað hundrað ær, og voru um 60 af þeim með
tveimur lömbum. Það vor missti eg 3 lömb, og var
það augsýnilegum mistökum að kcnna, að tvö þeirra
drápust.
Eg hef opt vitað, að menn hafa misst 10—12 vor-
lömb af hundraöi og jafnvel þar yiir; cr því auðsætt,
að nokkru má kosta til að sporna á móti því.
Á haustin, eða fyrri hluta vetrar, verður vel að
gæta þess, að rnjólka niður úr spenum á ám, svo að