Búnaðarrit - 01.01.1896, Qupperneq 92
88
nokkuð að utan, og því betur, sein það er þurkað, því
minni hætta er á, að verkun þess misheppnist, eptir að
það er komið inn. Opt er ekki hægt að bíða eptir því,
að taðið þorni svo vel sem æskilegast væri, og er það
þá tekið, þegar helzt hefur blásið af því og nokkurn
veginn þurrt veður fæst.
Tópt til að geyrna taðið í, er bezt að sje kringlótt
að lögun, ekki mjög veggjalág og Hái veggirnir nokkuð
að innan, áríðandi er líka, að þcir sjeu vel þjettir. ])yr
ættu að vera á tóptinni, til þess að ganga um, þegar
taðið er tckið úr henni, en vandlega verður að vera
hlaðið í þær meðan hiti er í tóptinni. Stærð tóptarinn-
ar fer auðvitað eptir taðmegninu, þó er betra að hún
sje heldur of lítil en of stór, því óhægra cr við að gjöra
ef tað vantar heldur en þó afgangur verði, því að þann
afgang má brúka, til þess að láta ofan í tóptina síðar,
ef mcð þarf, ella fullþurka liann til afnota að sumrinu,
sje annar eldiviður ekki fyrir hendi, því að tóptina má
ekki opna fyr en taðið er orðið kalt í henni. Til þess
að þurfa sem minnst og sjaldnast að hreifa við tóptinui
á eptir, þarf í fyrstu að bera hana upp svo bratta, sem
tök eru á, einungis að hún verði þakin, og varla er
hægt að hafa hana svo bratta, sem nauðsynlegt er til
þess, með öðrum hætti en þeim, að taka strax fyrir
hleðslu á innri brún veggjanna, þegar tóptin er orðin
veggjafuli, og hlaða hana svo hringinn í kring mcð
jöfnum drætti upp úr. Þegar búið er að hlaða tóptina
upp, yerður vandlega að þekja hana og gæta þess, að
torfið fari ekki af, sem getur vcrið skaðlegt. Sjálfsagt
er að þekja með tveimur þökum, en of tíð er ekki mjög
votviðrasöm, má draga að láta ytra þakið á, þangað til
tóptin er mikið farin að lækka, og er það bæði sparn-
aður á verki og 'torfi. 1 ytra þak ætti ætíð að brúka