Búnaðarrit - 01.01.1896, Qupperneq 100
96
fullu ofanálagi“ að öðrum kosti. En hafi landsmenn
gert meiri jarðabætur en jarðspell, þá eigi þeir að fá
það endurgoldið að fullu. Yjer skulum hugsa oss að
úttektarmennirnir gætu leyst starf sitt fullkomlega af
hendi, — að þeir ættu „glöggt auga“, er „sœi gegnurn
holt og liœðiru, að það sæi gegnum allar aldir, sem
liðnar eru frá byggingu landsins, sæi ailt atferli þjóð-
arinnar frá upphaíi, og landið sjáift með öllum gögnum
þess og gæðum á öllum tímum, að það sæi af hvers-
konar völdum sjerhver góður kostur landsins hefur auk-
izt eða gengið til þurðar, og sæi fyrir hverjar sakir
hver blettur hefur gróið upp cða eyðilagzt síðan á dög-
um Ingólfs Arnarsonar. Yjer skulum hugsa oss, að
ekkert væri hulið fyrir úttektarmönnunum, er þeir þyrftu
að sjá og þekkja, til þess að geta „tekin jörðina út“
fullkomlega rjett, og þá skorti hvorki rjettlæti nje vit-
urleik til að meta allt rjett, er þá kæmi undir þeirra
dóm.
Hvernig mundi þá þessi úttekt fara? Skyldi þjóð-
in fá mikil verðlaun fyrir jarðabætur? eða skyldi hún
verða að greiða „ofanálag“ fyrir það, að landið hefði
spillzt af hcnnar völdum, að hún hefði setið illa á-
búðarjörðina sina?
Það er eigi aúðvelt að sjá, hvernig þessi úttekt
mundi fara. Vjer þekkjum eigi fullkomlega hverjum
brcytingum laudið hefur tekið síðan á landnárustíð, en
hitt má fullyrða, að enn mundi það vera líkt því, sem
það var þá, ef það hefði ávallt verið óbyggt. Hvorki
eldgos, vindar, vötn, nje nokkrir aðrir náttúrukraptar,
hafa haft minni mátt til að eyðileggja fyrir landnáms-
tíð en þeir hafa haft síðan. Loptslagið hefur eigi kóln-
að síðan á landnámstíð. Allir þeir krajitar, sem græða
sárin, eru jafnsterkir enn í dag, sem þeir voru þá er