Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 107
103
kjarkur í þjóðinni. Þótt vjer sjáum einna greinilegust
merki um þetta í deilum, óeirðum og yfirgangi, þá birt-
ist einnig á ýmsan hátt í atvinnubrögðum landsmanna
og allri baráttu þeirra fyrir lífinu. Að vísu liafði ýmis-
legt nytsamlegt lagzt niður, er tíðkast hafði í fornöld;
má einkum nefna til þess kaupferðir landa í millum.
íslendingar stóðu illa að vígi, til þess að geta keppt við
útlendinga í þessu efni, og því var eigi annars að vænta
en kaupferðir til annara landa gcngju úr greipum þeim.
Það sem ber ljósastan vott um dugnað Jandsmanna í
atvinnubrögðum á þessum tíma er það, að efnahagur
þeirra var lengstum allgóður. Að vísu áttu menn opt
við mjög þröngan kost að búa á 14. öldinni, mest fyrir
þá sök, að kaupslcapur var þá illur og óhagkvæmur.
En á 15. öldinni og fyrra hluta 16. aldar var hagur
landsmanna með allmiklum blóma, og hefur víst. sjaldan
verið betri en þá.
Um miðja 16. öld urðu miklar breytingar í land-
inu, er taka til alls í lífi manna og hugsunarhætti. E»á
var landsfóikið neytt af útlendu kúgunarvaldi til að
hafna fornum siðum. Ómenntaðir og ræktarlausir ribb-
aldar ljetu bcra fyrir sjer merki sannleika og trúar, og
svívirtu svo helga dóma, og kúguðu landsmenn, svo sem
þeir máttu við komast, til að sleppa allri rækt. við það
or hjörtum þeirra var heilagt; þeir sölsuðu undir sig
og konung fje landsmanna, og þröngvuðu kost-i þeirra
á allan hátt. Eptir þetta má segja að „landið komist
undir konung“ í fyllsta skiliiingi. Konuugsvaldið óx
stöðugt, og varð að fullkomnu einveldi. Og þetta eina
vald gekk tröppu af tröppu niður ept.ir öllum valdastig-
anum. Enginn var frjáls, allir voru beygðir og kúgað-
ir af þeirn, er ofar stóðu í röðinni, en sjálfir kúguðu
þoir þá, er stóðu fyrir neðan þá. Embættismcnnirnir