Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 111
107
stjórn og aldarhætti var svo farið, þá var það eðlilogt,
að kjarkur og manndómur landsmanna beygðist og bug-
aðist, og frjálsmannlegar hugsanir lægju í fjötrum. Aldrei
hefur þó verið kvartað meir um agaleysi en einmitt á
þessum tímum, og það er talin undirrót spillingarinnar
i landinu, fátæktarinnar og eymdarinnar. Svo sogir Páll
Vídalín lögmaður:
Listir fækka, letin eykst,
land er fátækt rúið,
agann vantar, illskan loikst,
er við háska búið.
Að vísu var allmikið eptir af hinum forna krapti,
þótt hann gengi smámsaman til þurðar, en hann birt-
ist í annari mynd en áður. Hann vcrður annars vegar
að þolgæði í þrautum og mannraunum, og hins vegar
að clju og starfsemi á því sviði, er menn höfðu frjálsar
hendur.1 Eljusemin var mikil á 17. og 18. öhl, ogliug-
urinn hneigöist mjög að bókmenntalegum störfum. Það
eru eigi lítil bókmenntaleg störf, sem liggja eptir 17.
aldar menn, en íiest ber það þó á sjer brennimark kúg-
unarinnar. Krapturinn var bundinn og gat ekki ueytt
sín ncma á mjög takmörkuðu svæði. 011 sjálfstæð hugs-
un var buguð, og framtakssemin, kappið og kreystin
forna, var að miklu leyti úr sögunni hjá allri alþýðu
manna. Það þarf oigi annað en minna á aðfarir Tyrkj-
ans. Islendingar ljetu leiða sig sem fje til slátrunar,
og réyndu varla að verja sig. Það er víst, að öðruvísi
hefði Tyrkjanum verið fagnað á fyrra hluta 16. aldar,
*) £>ótt hugsunarhátturinn og aldarhátturinn væri að inörgn
leyti kominn á mikla glapstigu á [ieim tíma, þá er þó mjög inargt
í atferli manna og lííi á þeim tímum, er nútíðarmenn ættu að minn-
ast með mikilli virðingu, og margt gott gætu þeir lært af þeirri
kynslóð, er þá lifði.