Búnaðarrit - 01.01.1896, Síða 116
112
skín upp á“. Þótt flestir hafi nú talið þessi orð Jóns
Indíafara vera fjarri öllum sannindum, þá munu þó marg-
ir hafa getað skilið, að þau voru af eðlilegum rótum
runnin. Menn hafa jafnan fundið það, að cinhver hul-
inn kraptur dregur þá að ættstöðvunum, hvernig sem
þær eru, og við hvern kost, sem menn liafa átt þar að
búa. Það er opt, að maðurinn verður eigi var við þenn-
an krapt meðan hann er kyr á ættstöðvunuin, cn hann
finnur hann þá fyrst, er hann er horfinn frá þeim. Eng-
inn veit, hvað átt hefur fyr en misst hefur, og enginn
þekkir til fullnustu þann krapt, sem dregur hann að
æskustöðvunum, fyr en hann hefur horfið frá þeim. Sá
sannleikur tekur til fleira cn fríðra kvenna, sem falinn
er í þessari vísu eptir Sigurð Breiðfjörð:
Það er hart að hvata sjer
í haf frá löndum,
þar sem hjartað eptir er
í ástarböndum.
Þeir munu fáir vera, er svo gcta farið til fjarlægra
landa, að þeir losi hjarta sitt fullkomlega við ættlandið,
að hjartað sje eigi „eptir í ástarböndum“. Þótt mcnn
fari af landi burt með allan fjárhlut sinn, þá verða
þeir þcss varir, er þeir eru farnir, að þeir eiga svo
margt eptir heima, sem þcim er d.ýrmætt, þótt þoir hafi
aldrei fundið fyr, að það væri nokkurs vert. Þess vegna
fylgir þeim hulin þrá, hvert sem þeir fara, er knýr þá
og kallar., laðar og leiðir heim til ættstöðvanna aptur.
Þessi þrá er svo almcnn og rík, að húu kallar einnig
íslendinginn héim frá suðrænu löndunum, — kallar hann
heim til ,/átœka og Jcalda“ landsins, þar sem hann fyrst
sá dagsljósið, þar seni faðir lians og móðir hafði lifað,
þar sem hann hafði fyrst grátið og fyrst hlegið, þar
sem hanu hafði þolað hinar fyrstu þrautir, og notið
y'