Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 118
114
ættjarðarástin hefur verið í daglegu lífi manna og starf-
semi. Það getur opt komið fyrir, að þessar tilfinning-
ar komi nálega aldrei í ljós, cða sjeu þá svo óljósar og
óákveðnar, að þær hafi engin áhrif á lífsstarf mannsins.
En því að eins geta þessar tilfinningar haft áhrif á at-
vinnubrögð þjóðarinnar og meðferð hennar á landinu,
að þær sjeu eigi sem falinn eldur, eða sem neistaflug, er
gýs upp um nokkur augnablik og hverfur síðan. Þær
verða að vcra sá eldur, sein brennur og logar stöðugt
i hjarta mannsins, vermir og styrkir allar göfugar hvat-
ir, og knýr til nytsamra og góðra framkvænula. Sá
cinn er góður og ræktarsaniur sonur, er ávallt á þá til-
finningu lifandi og vakandi í hjarta sínu, að móðir hans
sje honum betri og dýrmætari en aðrar konur. En sá
er eigi góður sonur og ræktarsamur, er þá fiimur það
fyrst, að hann elskar móður síua, er hann fylgir henni
til grafar, eða skilur við hana á annan hátt, en hefur
aldrei sýnt henni neina ástúð meðan hann var samvist-
um við hana. Sá maður er eigi heldur ræktarsamur við
ættland sitt, er þá finnur það fyrst, að konum er það
kærra en önnur lönd, er hann skilur við það. Það er
og eigi nóg, þótt hann finni ávallt einhvern hulinn krapt,
cr bindur hann við ættlandið fremur en önnur lönd.
Dýrin eru einnig háð því lögmáli, þótt á lægra stigi
sje. Sauðfjeð strýkur þangað, sem það hcfur alizt upp,
þótt það sje fiutt í annað þetra haglendi, og „þangað
er klárinn fúsastur, sem hann er kvahlastur“. Sú
tilfinning, er að eins bindur hug mannsins og hjarta við
ættlandið, er að vísu ættjarðarást, en mjög er hún ó-
þroskuð. Þá fyrst hefur hún náð þroska og vexti, er
hún verður drottnandi kraptur i starfsemi mannsins og
lífi.
Það er víst, að dugnaður og manndómur lands-