Búnaðarrit - 01.01.1896, Side 132
128
gcröust erindrekar Noregskouungs, til þess að koma
landinu á vald hans, og notuðu slíkt umboð til að auka
völd sín i landinu og þröngva kosti óvina sinna. Svo
ríkt varð tilíinningarleysið fyrir sjálfstæði landsins, að
sumir höfðingjarnir fluttu erindi konungs mcð fullri al-
vöru, þótt þeir að öðru leyti sýnist hafa verið vandaðir
menn, svo sem Þorgils skarði. Bigi sýnist Ólafur hvíta-
skáld hafa baft næma tilflnningu fyrir frclsi þjóðarinn-
ar og sjálfsforræði. Pá er Porgils skarði hjclt fundinn
undir Höfðahólum, og krafðist fyrir hönd konungs að
fá umráð yfir ríki Snorra Sturlusonar í Borgarfirði,
tóku margir því þunglega, og þótti konungur eigi mak-
legur til að hafa nokkurt forræði á fje Snorra, og vildu
eigi hafa skipun konungs á hjeruðum. Þá stóð upp
Ólafur Þórðarson hvítaskáld „ok bað guð gcyma allra
manna, er þar varo kvamnir með sinni mildi ok miskun,
bað ok þess í annan stað, at menn tækio sæmiliga
bréfum ok eyrindum svo ágæts herra sem Hákon kon-
ungr var, en gjöra ei sem margr angurgapi, at svara
fólsko tiginna manna eyrindum, sem guð láti ei vcra
hér í dag".1 Af þessu má sjá, hvernig hugsunarháttur
margra höfðingja var í þann tíina. Ölafur sýnist hafa
verið ráðvandur maður, og því er eigi líklegt, að hann
liafi sjeð nokkra stórvægiloga meinbugi á því, að lands-
menn misstu sjálfsforræði sitt, þar sem hann fylgdi máli
konungs svo örugglega. Það er varla unnt að hugsa
sjer tvennt ólíkara en þessar tillögur Ólafs hvítaskálds
og tillögur Einars Þveræings, þá er Ólafur helgi beidd-
ist Grímseyjar. Þetta sýnir, hve hugsunarháttur manna
var orðinn breyttur. Það má telja víst, að Ólafur hefði
fylgt Einari að máli, ef hann hefði verið honum sam-
tíða. Afleiðingarnar af jiessu ræktarleysi landsmanna
') Sturl. III, 188.