Búnaðarrit - 01.01.1896, Side 133
129
komu fram áður en langt um leið; þeir glötuðu frelsi
sínu og sjálfsforræði að miklu leyti.
Það má sjá ýms merki þess, að þétta tilfinningar-
leysi fyrir frelsi og sjálfstæði landsins kcfur verið rík-
ast hjá höfðingjunum, enda höfðu þoir verið konungi
liandgcngnir, og þcgið völd og sæmd af honum lyrir a,ð
reka erindi hans. Það er og ávallt svo, þá er einhvor
ný stefna myndast, hvort sem hún er góð eða ill, að
hún er ríkust hjá kelztu mönnunum fyrst, og þeir flytja
hana til alþýðunnar. Það er margt, sem sýnir, að al-
þýðu manna kefur j)ótt þungt að missa frelsi sitt og
lúta útlendum konungi, en hún gat eigi rönd við reist,
cr höfðingjar hennar og leiðtogar höfðu glatað virðing-
unni fyrir freisi þjóðarinnar og sæmd, og hugðu að eins
á völd og auð E>að má án efa nokkuð ráða, hvað al-
menningur hefur hugsað undir niðri, af vísu einni, er
kom upp um þær mundir, sem konungur var að ná
valdi yíir landinu:
Þá var betra,
er fyrir baugum rjeð
Brandur hinn örvi
ok bur skata,
en nú er íyrir löndum
ok lengi man,
Hákon kóngur
ok hans synir.1
Þótt þjóðrækni íslendinga yrði aldréi eins sönn og
áður, eptir þennan tíma, þá gleymdu þcir þó eigi rjett-
indum sínum og hinu forna frelsi, og fram um miðja
16. öld höfðu þeir fulla viðleitni til þess, að láta eigi
rjettindi landsins ganga sjer úr greipum, framar en orð-
ið var, og því sáu þeir svo um, longi fram eptir, að
') Sturlunga III. 254.
Búnaöai'i'it X. 9