Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 143
139
við þessar helgu stöðvar. Þó var þessi tilflnuing fyr-
ir fyrir fogurð náttúrunnar aldrei svo sterk, að hún
aptraði landsmönnum frá að spilla gróðri landsins á ýms-
an hátt; þetta kemur þó einkum í ljós í meðferö
þeirra á skógunum. Þar sem hclgi hefur verið höfð á
einstökum lundum eða einstökum trjám, þar hefur cf-
laust verið forðast að höggva eða spilla á nokkurn hátt;
því að eigi hafa menn viljað fæla frá sjer helgar vætt-
ir. Binstakar hríslur og runnar hafa átt slíka varð-
engla til skamms tíma, og hafa þvi staðið eptir, þar
sem aliur skógur umhverfls hefur verið eyðilagður á
löngu liðnum tíma; sýnist í þessú, sem mörgu öðru, að
gróður landsins á sjer enga máttugri verndara en rækt-
arsomina, og engan skæðari og verri óvin og fjörráð-
anda en ræktarleysið.
Frá því í fornöld og fram um miðja 18. öld heyr-
ist sjaldan nokkurt orð um fagurt landslag. Bn í trú
manna var þó enn ýmislegt svo sem í fornöld, er sýndi,
að ýmsar myndir náttúrunnar hefðu nokkur áhrif á
hugi manna. Huldufólkið bjó í hólum og klettum, og
slíkir staðir voru optast friðhelgir, þótt farið væri báli
og brandi um aðra staði. Opt má finna merki þess, að
mönnum voru þær jarðir kærari en aðrar, þar sem þeir
voru fæddir og upp aldir; menn vildu eigi láta þær
jarðir ganga úr ættinni, or verið höfðu höfuðból feðra
þeirra, og æskustöðvar þoirra sjálfra. Jón liiskup Ara-
son var fæddur og uppalinn á Grýtu í Eyjafirði, og það
er auðsætt, að honum hcfur vcrið sú jörð kærari en aðr-
ar jarðir; því eigi er það annað en ræktarsemi og ást,
er leiðir hann til að yrkja þessa vísu:
Ytar buðu Grund við Grýtu
Gnúpufcll og Möðruvelli,