Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 152
148
vopna. Það er eigi nóg, þótt vjer stöndum forfeðrum vorum full-
komlega jafufætis að jiekkingu; þeir áttu allt aðra keppinauta en
vjer. Fornmenn höfðu sverð og spjót að vopnum í orustum og
öfiuðu sjer „fjár og frama“. Á þessum tímum væri til lítils, að
hyggja á stríð og hafa slík vopn í höndum, jiótt þau væru bitrari
en Sköfnungur eða Tyrfingur. Alveg sama er að segja um liina
daglegu haráttu fyrir lífinu; vopnabúnaðurinn er annar en hann
áður var. Vjer verðum að heyja þessa baráttu sem aðrir meun, og
og ef vjer eigi öfium oss sömu vopna sem aðrir, þá liljótum vjer
hvervetna að bíða ósigur. Vjer hljótum þá að lifa við fátækt og
vesaldóm. Sá sem hefur verri vopn og stendur ver að vígi en aðrir
í baráttunni fyrir lífinu, hann er dæmdur til örbirgðar og veBal-
dóms. Þessi lög gilda hvervetna í lífinu, og engin undanþága
veitist frá þeim.
Það vantar þá trú á ættlandinu og kostum þess, er knýi þing
og þjóð til að leggja mikið í sölurnar til að koma landbúnaðiuum
í nýtt horf — koma honum úr þeirri miklu niðurlægingu, sem hann
er í. Það vantar dáðríka ættjarðarást, einlæga ræktarsemi við land
og lýð; eptir því sem þessi ræktarsemi vex, eptir því hljóta lands-
menn að afia sjer meiri þekkingar og. nýrra krapta, og þá finnast
fieiri og fleiri huldir fjársjóðir þesBa „fátæka landB11, og þá munu
verða gerðar margháttaðar vegahætur til hagsældar og framfara.
Og smámsaman mun þá landið taka lækningu sára sinna. Gróður
landsins mun þá aukast og vaxa, svo sem hann hefur gengið tii
þurðar og „landið blásið upp“ á liðnum öldum.