Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 157
Um búpeningsrækt og fjenaðarsýningar.
Bptir Skúla Þorvarðarson.
Pað eru að eins fá ár síðan, að farið var að reyna
fjcnaðarsýningar hjor á landi, svo að enn er hjcr lítt
reynd nytsemi jieirra, þótt þær sjeu algengar erlendis
og þyki þar hafa góðan árangur. Pctta og margt ileira
cr augijós og eðiileg afleiðing af ónógum samgöngum og
viðkynningu við aðrar þjóðir, scm langtum lengra eru
komnar á braut framfaranna en vjer. Nú er mikil bót
fongin á samgöngumáli voru; og þá ættum vjor íslcnd-
ingar að reyna að feta i spor framfaraþjóðanna í því,
að efla og bæta atvinnuvegi vora af fremsta megni.
Binstaklingurinn, sem á við bág kjör að búa, getur ekki
orðið sjálfstæður oða sjálfbjarga, þó hann kvarti um ör-
birgð sína, nema hann jafnframt lcitist við af alefli, að
bæta hag sinn 'með dugnaði og fyrirhyggju; sömu
aðferð vcrður þjóðfjelagið að hafa, til að geta mætt harð-
æri, sem hjer á landi má búast við hjer eptir cins og
að uudanförnu. Bnn fremur þarf þess að gæta, að til þcss
að þjóðin komist á nokkuð verulegt menningarstig, þarf
að auka fjárafla landsins að miklum mun. Og til þess
þarf framkvæmdasama viðleitni í öllum atvinnumálum.
Allir vita, að landbúnaður og sjávarafli er þýðingarmesta