Búnaðarrit - 01.01.1896, Síða 158
154
bjargræði landsmanna; landbúnaðurinn hefur hingað til
reynzt öllu vissari og aifarasælli; þó þarf eigi að gera
lítið úr auðlegð þoirri, cr sjórinn hofur að bjóða, ef vjcr
hefðum nægilegt fje í höndum og kunnáttu til að hag-
nýta oss þá auösuppsprettu. Og gloðiofni er það, að
þilskipaútgerð og síldarafli eykst árlega hjer við iand.
En sökum þcss, að eg er uppalinn við landbúnað og
hef stundað hann í mörg ár, þó með mikilli vankunn-
áttu, sem eg hef smátt og smátt sanufærzt um af
reynslu minni og eptirtekt á seinni búskaparárum mín-
um, þá hef eg, eins og fyrirsögnin bendir á, tekið mjer
að umtalsefni annað atriði land'búnaðarins, sem eg tel
griparæktina; hitt aðalatriðið er grasræktin, og hefur
hún tekið miklum framförum seinni hluta þessarar aid-
ar, og er vonandi, að bændur haldi því nauðsynjaverki
áfram með dugnaði og élju. Hið fyrgreinda atriði, gripa-
ræktin, hofur aimennt ekki verið stunduð af eins mik-
ilii alúð meðal bænda, að því er mjcr er kunnugt, og
þó eru þcssi tvö búnaðaratriöi svo skyld og samvaxin,
að hvorugt má annars án vera, ef vél á að fara. Með
grasræktinni or fóðurmagn fjenaðarins aukið, en með
griparæktinni er leitazt við að koma upp hraustum og
gagnsmildum fjenaði af öllum búpeningi, og þannig fram-
leiða af honum fyllsta arð af fóðrinu; því allir vita,
að skepnurnar verða að borga fóður sitt og gjalda vcxti
af því, cf í lagi á að fara. Um það, sem hjer er sagt,
munu varla mjög skiptar skoðanir bænda; hitt kann
mönnuni að flnnast vafasamt, hvort fjenaöarsýningar
muni yflr höfuð að tala koma fjenaðarræktinni að notum,
on það verður reynslan að sýna, þegar fram líða stund-
ir. Frá mínu sjónarmiði skoðað, tel eg liklegt, að þær
geti haft bætandi áhrif á búnaðinn. Og skal eg okki
telja eptir mjer að bæta við fácinum línum, til að benda