Búnaðarrit - 01.01.1896, Síða 171
167
um vatnshjólið, og undir siárnar, að vatuið eigi næði að
skemma það, og að ekki var á sumum stöðum auðvelt
að fá kentugt grjót til þessa, tók eg það til bragðs, að
hafa kvarnarstokksstólpana í hærra lagi, full 5 kvárt-
il upp að stokk, og vel sterka, lítið eitt útslegna að
neðan. — Til beggja hliða vatnsstraumsins setti eg svo
„fótstykki“ neðan á stólpana. Á þau fótstylcki greypti
eg síðan slá, scm lá á snið frá þeim stólpanum, sem
næstur var rennustokknum, að hinum sem fjarstur
var bununni. Á miðri þessari slá stóð möndullinn.
Var þá vatnshjólið algert á milíi kvarnarstólpanna.
Neðri endi rennustokksins hvíldi á slá, er negld var
þvert yfir á þá stólpana, sem að rennunni vissu. Þann-
ig samsett mátti mylnan setjast niður í lækjarfarveginn,
án frekari urnbúnaðar; og að því leyti þótti þetta tals-
verð umbót. Þar sem svo er ástatt, að eigi er annars
kostur, en að nota kvísl eða afleiðslu frá stórri á, til
mölunar, og þar sem búast má við, að vatnið, éf til vill
árlega, eyðileggi garða og þess k.yns hlaðinn umbúnað,
álít eg hélzt tiltækilegt að gera mylnu á þeunan hátt.
Hins vegar virðist. mjer reynslan hafa sýnt það, að slík-
ar vatnsmylnur, er eigi hafa orðið byggðar með torfhúsi
yfir, liafi óvíða gefizt vel til lengdar, heldur smámsaman
eyðilagzt fyrir ýmsar orsakir. Eg álít því tryggilegast,
að byggja torfhús jrfir vatnsmylnuua, of mögulegt er að
fá því stað, óhultan fyrir vatnsgangi. Á 'þennan hátt
hef eg nú á síðustu árum búið um fáeiuar mylnur, ept-
ir að eg þá líka komst upp á lag með, að láta þær stöðv-
ast sjálfar, þegar kornið er þrotið, og að eigi sakar þó
vatnið vaxi skyndilega. Með þeim umbúnaði er líka
heldur gjörlegt að „setja niður“ mylnu í talsverðri fjar-
lægð, allt að stuttri bæjarleið.
Þessum mínum umbúnaði vil eg þá reyna að lýsa