Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 186
Árið 1895.
Eptir Bjnrna Símonarson.
-<-*<>• v~
Tíðarfar. Frá ársbyrjun og fram eptir vetri var
einmunatíð, opt líkari vori en vetri. Kuldakast gerði
scint í marz. Vor var og gott, nokkrar vætur með
köflum. Sumarið var allvíðast einkar hagstætt, nema í
austustu og syðstu sýslunum. Þar var úþerrasamt meiri
hluta sláttar. Frá því öndverðlega í september, og til
ársloka, voru úrkomur nokkrar, en frosthægð. í hret-
veðrinu í marz skemmdust jarðir á liangárvöllum af
sandi. Með byrjun oktúbermánaðar gjörði hið mesta ofsa-
veður með kafaldshríð af norðri, er náði yfir land ailt.
Fylgdi ]»ví ódæmamikill sjávargangur, og hlutust mikl-
ar skemmdir af; hús reif til skemmda, báta og sjávar-
gögn tók út, en fje fennti. Mest gorði veður þetta að
verkum norðanlands, á Húsavík, Eyjafirði og Siglufirði,
og á Vestfjörðum, bæði við ísafjörö og á Ströndum.
Hafís. í marzmánuði barst hafís að Norðurlandi
og Austfjörðum, cn hvarf frá landi aptur eptir nokkurn
tíma.
Heyskapur. Víðast var grassprctta í góðu lagi og
á nokkrum stöðum afbrigðagóð. Heyfengur varð því
yfirleitt mikill og góður, ncma þar sem votviðriu hjeld-
ust fram eptir sumri.