Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 188
184
nokkru betri. í Drangey misheppnuðust og fuglveiðar,
en aptur var góðan aíla að frjetta frá Látrabjargi.
Pess er ennfreniur að geta viðvíkjandi veiðiskap,
að Englendingar íiuttu veiðistöðvar sínar ineð botnvörp-
um inn á fiskimið í Faxaflöa; gátu þeir verið þar ó-
hultir, því það er ekki í landheigi. Nýtt og vandað
varðgæzluskip sendu Danir hingað; heitir það „Heim-
dal“. Gat það haft hendur í hári nokkurra botnvörpu-
skipa, er það hitti í landhblgi; urðu þau fyrir allmikl-
um útlátum, svo sem mæit er fyrir í lögum um bann
gegn botnvörpuveiðum.
Verzlun. Þetta ár var hagstætt í vcrzlun fyrir
landsmenn. Utlend vara fjekkst viö vægu verði, en inn-
lcndur varningur komst i sæmilega liátt verð. Vel var
borgað fyrir flsk og ull; einkum varð hún í háu verði
hjá verzlunarfjelögum, er selja vörur sínar á eigin á-
byrgð. Fjársala var mikil. Brezkir fjárkaupmenn keyptu
fjölda fjár og íslenzkir kaupmenn að sama skapi; þá
sendu og kaupfjelög fjölda fjenaðar á eigin ábyrgð; var
mælt, að auk varnings hefðu komið í hlut þeirra fyrir
seldan fjenað nær 600,000 kr. í peningum.
Búnaðarstyrkur. Búnaðarfjelög, 100 að tölu, hlutu
styrk úr landssjóði, og fór hann eptir dagsverkatölu.
Mest hafði verið unnið í Jarðræktarfjelagi Eeykjavíkur
(2034 dagsverk; styrkur 477 kr.). í þessum búnaðar-
fjelögum höfðu verið unnin yfir 1000 dagsverk: Gríms-
ncsshrepps (1596), Miðdalahrépps (1280), Ölfushrepps
(1163) og Hrunamannahrepþs (1030). Af búnaðarfje-
lögum þeim er styrkinn fengu, eru 34 á Suðurlandi,
28 á Vesturlandi, 35 á Norðurlandi, en ein 3 á Aust
fjörðum.
Iíeiðursgjafir. Bændurnir Magnús Sigurðsson á