Búnaðarrit - 01.01.1896, Side 190
186
brú var og lögð yíir Hjcraðsvötnin eystri við Hegranes.
Bryggja allramgjör var byggð við Blönduós; hafði al-
þingi áður vcitt styrk til þess. Landsjóður kostaði
vandaðar vegagerðir, á Mosfellsheiði, yfir Kamba, í
Svínahrauni og í Múlasýslum.
Atvinnumál í löggjíii' og landstjórn. Til bún-
aðarfjelaga veitti alþingi 13000 kr. fyrra ár fjárhags-
tímabilsins (1896), en 15000 kr. hið síðara, og til bún-
aðarskóla 23,500 kr. Ábyrgðarfjelagi fyrir íiskiþilskip við
Faxaíióa var ætlaður 5000 kr. styrkur, til vitabygging-
ar á Skagatá og Gróttu 11,000 kr. auk viöhaldskostn-
aðar, til samgöngumála 331,000 kr. Kand. Bjarni Sæ-
mundsson fjekk 800 kr. styrk hvort ár fjárhagstímans
til fiskirannsókna, en Magnús Þórarinssou 1200 kr. til
að stofna í Húsavik endurbættar tóvinnuvjelar, 600 kr.
voru veittar til að rannsaka hafnir og lendingar með
fram suðurströnd landsins. Þingið ákvað og að veita
mætti lán til ýmsra fyrirtækja: tóvinnuvjcla, þilskipa-
kaupa, gufubátakaupa, íshúsa og skipabryggju í Reykja-
vík. — Þingið hjet á stjórnina, með ályktunartillögum,
að fjölga póstferðum, og reyna að fá firði og fióa á íslandi
friðaða fyrir fiskivoiðum útlendinga. Fnn fremur hjet og
þingið aðstyrkja að frjettaþráðarlagningu um landið, ef slíkt
fyrirtæki kæmist á fót. Af staðfestum lögum snerta þessi
einkum atvinnumál: Um auökenni á eitruðum rjúpum
(15. febr.), um samþykktir um hindrun sandfoks (s. d.),
um löggilding vcrzlunarstaða, að Plrafneyri við Hval-
fjörð, að Stakkhamri í Miklaholtshrcppi, við Kirkjubóls-
höfn í Stöðvarfiröi, að Scleyri við Borgarfjörð, hjá
Balckagerði í Borgarfirði, við Hvammstanga, við Salt-
hólmavík hjá Tjaldanesi, við Skálavík í Berufirði, á Nesi
í Norðfirði (15. fcbr. og 13. des.), um brúargerð á Blöndu