Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 149
145
er áu ot'a mikið satt í þessu. Það má fullyrða, að rækiarsemin við
land og þjðð sje nfi nokkru meiri, hreinni og göfugri en hún hefur
lengstum verið á fyrri öldum, og áhuginn á umbðtum er nokkru
meiri nú en áður.1 £>að er satt, að áhuginu á umbðtum og fram-
förum hefur vaxið á BÍðari timum; þotta hefur komið i ljós í ýms-
um framkvæmdum, svo sem vegagerð og brúm og fleiri samgöngu-
bótum, fiskiveiðarnar hafa tokið allmiklum framförum, þilskipaút-
voguriun eykst árlega, síldveiðar eru stundaðar til stórra muna og
lleira mætti til tína. En hvernig líður landbúnaðinum ? Það * er
undarlegt, að ákuginn og umbótaviðleitnin er svo afarlítil, að þvi
er snortir landbúnaðinn; þetta sjest bezt af því, að landbúnaðurinn
hefur tekið mjög litlum framförum, og or í alveg Bama sniði og
með sama lagi sem fyrir mörgum öldum. Miklu haganlegri og
fullkomuari aðferðir og áhöld tíðkast nú við fiskiveiðarnar en áður,
og ný kunnátta hefur orðið til mikilla hagsmuna og umbóta í mörg-
um greinum, svo sem i vegagerð og ýmislegri handiðn, en nálega
engin ný kunnátta hefur orðið til þess, að beina landbúnaðinum
inn á nokkra nýja braut, betri og hagkvæmari eu hann hefur áður
verið á. Það er ekki þar með Bagt, að kunnátta í landbúnaði hafi
alls ekkert aukizt, og liann hafi eugum framförnm tekið, en þetta
or allt bvo lítið, að búskaparlagið er i öllum höfuðatriðum hið sama
sem það áður var. Áhuginn hefur verið svo iítill á öllum umbót-
um í landbúuaði, og vantrúin hefur verið svo mikil á kostum lands-
ins, að nálega ekkert hefur verið gert til að afla nýrrar þekkingar
á landbúnaðinum. Þekkingin í laudbúnaðinum er litlu rneiri nú
en hún hefur verið á liðnum öldum. Það er því eigi við að búaBt,
að framfarirnar sjeu miklar. Vantrúiu, ræktarleysið og áhugaleysið
um hag landsins, er enn svo mikið, að við litlum framförum er að
búast meðan avo stendur. Vjer heyrum marga tala um þá sterku
trú, sem þeir hafi á framförum landsins, en þó eru þoir sömu menn
á raóti flestum eða öllurn ákveðnum tillögum um að reyna að gera
eitthvað landbúnaðinum til umbóta. Nágrannaþjóðum vorum liofur
farið svo goysimikið fram, af því að þær hafa haft þú trú á landi
sínu, að það geymdi marga hulda fjesjóði, er hlytu að finnast með
nýrri þekkingu. Svo hafa þær aflað sjer meiri og meiri þekkingar
og fundið meiri og meiri auð, er áður var liulinu. Búskaparlagið
1) Þó verður |ivl ekki neitað, að umbðtamennirnir & 18. öld höfðu alvar-
legri áhuga á umbótum og framförum, og sterkari trú á þeim, en framfara-
menn vorra tima.
Búnaðarrit X.
10