Ný félagsrit - 01.01.1855, Blaðsíða 21
FERDASAGA GR NOREGI.
21
til þeirra naubþurftir sínar, líkt og í smákaupstöímm á
íslandi. þar eru og „skussar“. Frá Odda og út á Etni
(Utten) eru stffar þrjár vikur, og tókum vi& til þeirra ferfear
bát og þrjá menn, fórum af staö undir eins um kvöldiö,
því um daginn er ofheitt; er þá sibr aö brjóta lim í skógi
og leggja í bátinn, og er þaö bezta sæng, og svaf eg þar
sætt og vært viö dálpiö í árunum. Haröíngjar eru röskvir
sjómenn og ræöarar hinir beztu; bátar þeirra eru meö
líku lagi og á Breiöafiröi, en þó mjórri og rennilegri,
ekki svo mjög til sigiínga, enda eru þeir því lítt vanir,
fyrir kastvindum sem koma ofan af fjöllunum; þeir nefna
báta sína eins og ver: sexæríng og feræríng (Fjœring);
sexæríng ef þrjár árar eru á borö, en feræríng ef tvær eru á
borö; nema hvaö þeir sitja á miöri þóptu og róa á tvær árar,
og þykir ekki fært veÖr, ef þrír menn geta ekki dregiÖ
á sexæríng sínum, á tvær árar; árar þeirra eru lángar og
liölegar og er örskreitt, er þeir róa; þeir hafa hái fyrir
keipa, og setja tágarhríng í keipnefiö og stínga þar í
árar-hlumnum. Skautsiglíng höföu þeir þar, en segl lítil
sökum bylja. Leiöin út Sýrfjörö er mjög falleg: FólgU-
fönn til vinstri handar, og gánga breÖar ofan í sjó úr
jöklinum á sumum stööum, og slær á allskonar litum, en
á hinni ströndinni er LUensvang, sem kallaö er, mesta
sældarsveit; tímgast þar vel suörlandaávextir, og mesta
veörsæld og ársæld, og liggr einkar vel viö sólu; en þetta
var um nótt, og sá eg hana ekki nema milli dúra, en
blæjalogn var, nema lítill andvari sem ætíÖ leggr ofan af
fjöllunum, og er þaö einkar frítt, hvernig skugga slær af
fjöllunum ofan á þessa djúpu og mjóu firÖi. I Etni komum
viönokkru eptir sólarupprás fyrir miöjan morgun,og fengum
þar beina; het þorbjörg konan, sem stóö fyrir beina,