Ný félagsrit - 01.01.1855, Blaðsíða 71
FERDASAGA liR NOREGI.
71
fyrir rit sitt um komu Norbmanna á Nor&rlönd; hefir
hann meí) þeirri ritgjörb reist nýjan söguflokk; þar er
gjörb grein fyrir, afe Noríimenn hafi komiö að noröan
yíir Finnmörk og numiö fyrst Hálogaland, en dreifzt
út og su&r um landib. þessi kenníng hefir marga kosti.
það hefir verið forn trú, að í norðrinu byggi mestr
manndómr, og afe iieimsaflife eins og streymdi þaðan, og
hefir norðrib jafnan þótt göfgast af öllum hinum áttun-
um. Fyrir þá skuld þóttust Háleygir og þrændr yfir öbrum
Norðmönnum, og enn í dag vita menn, hvaða metnaðr
þykir í því á Islandi, að vera „norðan yfir dalinn“, þó þeir
menn se opt í engu betri eðr fremri en aðrir menn. þó
er því í SvíþjóS viSbrugðiS, hvað Norðr-Svíar taki fram
Subr-Svíum, og verfer eptir því karlmannlegra og betra
fólk, sem norðar kemr, og er víða svo. Meb þessari
kenníngu Keysers hyggjum ver nú aS rudd sé braut til
þess, aÖ menn viferkenni, að Norðrlönd hafi ekki þegið
mál sitt eðr fprnsögur að sunnan frá þýzkalandi, sem þó
enn þann dag í dag er hald lærðra manna. Annað mál
er það, hvort rök verði leidd ab því, hvaðan Norðrlönd
hafi byggzt; vér hyggjum, að það liggi svo fyrir framan
allar aldir, að enginn sé í færum um að leysa úr því,
og þyrfti til þess að vekja upp einhverja völvuna, því
öbrum er ekki til trúandi að geta séð svo lángt fram í ald-
irnar; því vér teljum það ekki annaö en laust hugboð
lærðra manna, að Norðrlönd hafi ekki byggzt fyr en um
Krists daga, hvort sem þeir nú eru komnir að norðan
eðr sunnan, og veit eg ekki hvað haft verðr á móti því,
að sá sami þjóðflokkr, sem nú byggir Norðrlönd, hafi
búið hér í fyrndinni frá alda öðli *.
') Að leita að npptöknm Norðmanna og þjóðxerja hjá Skýtnm
og Getum, sem bjuggu bjá Svarta-haflnu litlu fyrir Krists daga,
er ekki aunað en einber hugarburðr.