Ný félagsrit - 01.01.1855, Blaðsíða 137
UM BUNAD ARSKOLA.
137
þab því, aö vur hugsum alltaf um hvaö stjórnin muní gjöra,
en ekkert um hvaí) oss beri afe gjöra sjálfum, og hætt
er viö, aÖ vér meö þessu móti annaöhvort komum engu
til vegar, ellegar þaÖ, sem vér fáum, veröi allt meö út-
lendu sniöi, og eigi í mörgu ekki viö hjá oss, og falli svo
um koll vegna þess; gæti þá svo fariö, aÖ skólinn yröi
valtur hjá stjórninni eins og oss; ætti og aö mega
ætlast til þess, aö Islendíngar sjálfir vissu eigi síöur hvaö
þeim væri haganlegast, og ættu ekki óhægra meö aÖ kom-
ast aö því, heldur en stjórnin, sem er lángt burtu og
hugsar, ef til vill, ekki nema höppum og glöppum um Is-
land; enda hefir hún nú líka aÖ hugsa um fleiri, semnær
henni eru, og má því ekki eyÖa öllum tímanum til aÖ
hugsa um okkur, hérna norÖur undir heimskauti. Allt
lýtur þessvegna aö því, aö vér hugsum um oss sjálfir og
hugsum til gagns, og hættum ekki þótt öröugt veiti
í fyrstu, og óvanabragur kunni aö veröa á ýmsu. J>aö
er þaö versta, sem fyrir getur komiö gagnleg fyrirtæki,
aö heykjast þegar mest á ríöur; og þv£ er æ ver og miÖur,
aÖ oss íslendfngum veröur brugöiö um þetta meÖ réttu.
Svo er t. a. m. um búnaöarfélagiö sunnlenzka. Menn
brugÖust vel undir aö gefa því og leggja því árleg tillög
í fyrstu; taldi félagiÖ viö árslokin 1842: 172 félaga, og
árstillög þess voru um sama leyti 148 rd. 48 sk. En nú
leggur enginn framar til félagsins, af þeim, sem hétu því
árlegu tillagi, nema einn maÖur, svo árstekjur félagsins eru nú
ekkimeira en þaö sem hann leggur tilþess: 1 rd. Allir eru nú
aörir hættir aö skeyta um félagiö, nema varaforseti og
fáeinir menn meÖ honum, sem í fyrstu höföu lagt svo
mikiö, aö þeir uröu stööugir meölimir þess. Mætti þeim
án efa vera oröiö leiöinlegt aö handfjalla þetta dauöyfli,
sem enginn skeytir um nema til aö sníkja útúr því penínga, og