Ný félagsrit - 01.01.1855, Blaðsíða 73
FERDASAGA GR ISOREGl.
73
íslenzka bók sá eg ekki á leib minni, svo flestir þókti
mer, sem hefbi vit sitt úr sögu Munchs, enda er og ls-
lands minnzt víba þar meb öllum þeim sóma, sem þab á skilib
af Norbmanni. Landnámssaga landsins er betr sögb þar
en í nokkurri bók annari nýrri, og svo ágrip af Íslendíngasög-
um á skörulegu og kjarngóbu sögumáli, svo þab, sem Islandi
vibvíkr, er opt skemtilegasti kaflinn; talabi eg vib ymsa,
sem helzt völdu þá kaflana úr, og þóktu þeir skemtileg-
astir ab lesa. Munch sinnir og vel kvebskap fornmanna;
hann spurbi mig mebal annars ab, hvort eg hefbi ekki
haft í huga mer siglíngavísu þórbar Sjárekssonar, er eg
sigldi subr meb Noregi („sveggja lét fyrir Siggju“). Hann
taldi mcr og öll eyjaheiti í Eddu, en þau eru á annab
hundrab, og sýndi mu- hvar hver ey var, og hvab hún
nú heti, og var engum fært í þann sjó, nema honum.
Hann hefir og ritab lýsíng yfir Noreg í fornöld, og eru
þar tilfærb þau örnefni sem fyrir koma í sögum ebr
brefum, og hvab þau nú heiti, og er ekki lítib minni sem
þarf til ab búa slíka bók til. Hann hefir og búib til
uppdrátt yfir Noreg, sem hefir þab frámyfir alla hina, ab
öll örnefni eru þar rbttast ritub, og er þab heldr enginn
hægbarleikr, ab finna hib retta, þar sem málib er orbib
svo breytt, ab margar getur geta legib til eins nafns og
allar jafnsennilegar. Rit próf. Munchs eru fleiri, en eg
geti tölu á komib á þessum stab, og er þab almæli, ab
honum se jafnaubvelt um ritandann, sem öbrum er um
talandann, og þó kjarni í flestu. Hann hefir ritab æfisögu
Hauks lögmanns, svo vel sem þess er kostr. — Munch
hefir meb mesta kappi haldib upp kenníngu Keysers um
byggíng Norbrlanda, og aukib hana í mörgu, og ber hún
nú hans nafn; enda hefir hann mest rudt henni til rúms
í ritum sínum.