Ný félagsrit - 01.01.1855, Blaðsíða 114
114
JiJODMBGUNARFRÆDl.
um, a& leigujörí) sín se vel setin, og kann aí> meta þab
sem vel er gjört, og getur því vel verib, ab hafi leiguli&i
ab eins loforb landeiganda fyrir því, ab hann megi búa
á jör&inni, me&an hann situr hana svo vel sem lands-
drottni líkar, þa se þab jafnmætt eins og þö hann hefbi
nákvæmt byggíngarbref. þab mun ekki alltítt á Islandi,
ab leiguli&ar fái byggíngarbrbf uppá neinn fastákvebinn tíma.
Sami er og si&ur víba á Englandi, og getur þá landsdrottinn
byggt landseta út, þegar hann vill (tenánts at will); en á
Skotlandi er víbasthvar byggt til 19 e&a 21 árs, og á
þá landseti eins rett til ab búa á jörbinni þenna tíma,
þútt landsdrottinn falli frá, og eins erfíngjar landseta, ef
landseti deyr. Sumstabar er þ<5 á Skotlandi byggt til 7 ára,
en nærþví hvergi skemur, og ber öllum saman um, sem
séb hafa yfir landib, a& þekkja megi ljúslega úr allar þær
jarbir, sem leig&ar eru í 19 eba 21 ár: svo miklu betur
eru þær rækta&ar í alla sta&i. Englendíngar kannast og
sjálfir vib, ab Skotar séu betri jar&yrkjumenn, eins og líka
satt er, þú Englendíngar séu gúbir, og eigna allir þab því,
a& jar&irnar eru leigbar í svona mátulega lángan tíma.
Menn leggja þab svo nibur: þessi tími er núgu lángur,
til þess a& hafa þab upp úr jör&inni, sem til hennar er
kostab, ef vel er á haldib, en ekki svo lángur, ab leigulibi
megi fara sér hægt, því a& lokum fái hann þú endurgoldinn
kostnab sinn; þa& er me& öbrum or&um: ábú&artíminn er
hvorki of stuttur né of lángur. þetta mun og satt vera,
því tvennt er þab einkum, sem hvetur mann til dugnabar;
þab er aubsvonin og þörfin, og eins og flestir herba sig
þegar á liggur, eins munu menn gjöra, þegar menn vita,
hversu lengi þeir geta notib ávaxtar atorku sinnar. Vér
álítum því, a& 20 ár mundi vera hinn hentugasti bygg-
íngartími.