Ný félagsrit - 01.01.1855, Blaðsíða 129
UM BUNADARSKOLA.
129
t<5ku strax aö rybja skógana og þurka upp flóana, og
stunduÖu ekkert svo mjög, sem aö búa til frjófsöm akur-
lönd og koma upp fallegum fenaöi. BúnaÖartíbindi í
Bandaríkjunum tala naumast optar um annaö, en hversu
áríöandi þaö se fyrir bóndann aö læra út í æsar allar
aöalgreinir jarÖyrkjunnar. Spánverjar hirtu þar á móti
lítt um jöröina, og komst hún í órækt, og þótt lönd þeirra
séu einhver þau auöugustu lönd í heimi aö náttúrunni til,
þá eru þau þó nú eptirbátar Bandaríkjanna, og ekki er
annaö sýnna, en aÖ þau leggi öll hin spænsku lönd undir
veldi sitt, þegar fram líöa stundir.
Norömenn voru fyrst á þessari öld, áöur en þeir
hurfu undan Ðanakonúngi, Iitlu betur á sig komnir en
vér Islendíngar erum nú, aö minsta kosti var jarörækt
þeirra ékki stórum betri. Noregur er fremur hrjóstugt
land hvaÖ allan grasvöxt snertir, svo þeir sem séö hafa
hvorutveggju löndin, Island og Noreg, hijóta aö játa,
aö miklu meira og betra graslendi sö á íslandi. Væri
ekki skógarnir og námurnar í Noregi, þá stæöi hann aö land-
gæöum íslandi lángt á baki. þ>aö veitir öllu torveldara
aö rækta jörÖina í Noregi en hér á íslandi, því jarö-
vegurinn er þar miklu grýttari og enn fremur fuliur meö
viöarrætur, sem litlu eru betri viöfángs en grjótiö. Grjótteg-
undirnar í Norvegi eru og yíirhöfuö miklu haröari en
á íslandi, og molna síÖur upp og frjófga þess vegna
minna jarÖveginn. En Norömenn eru nú í óöa önn aö
yrkja land sitt og bæta galla þess. Hafa þeir gjört eigi
allfáa menn úr landi til aö nema jarÖyrkju, bæöi til
Svíþjóöar og Skotlands. þeir hafa og fengiö sænska og
enska menn til aö taka bústaöi hjá sér og kenna búnaÖ.
Norömenn hafa nú stofnaö 16 búnaÖarskóla; eru þeir
settir í ýmsum héruÖum landsins, og er þángaÖ komiö
9