Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 6
IV
efni, að því leyti ísland snerti, fyrst á dunsliu, en síð-
an á íslenzku í tímariti sínu: »Armann á alþingu, og
sýndi fram á, að hlutdeild íslands í ráðgjafarpingunum
gæti ekki orðið landinu að notum nema það fengi þing
sér. En Baldvins, sem bæði var hinn mesti föðurlands-
vinur og hafði framúrskarandi hæíilegleika til að bera,
naut því miður ekki lengi við. Hann andaðist á unga
aldii 1833 og var þá skarð fyrir skildi, en fyrsta braut-
in var lögð og það var mikilsvert. |>á kernur Tómás
Sæmundsson til sögunnar tveimur árum siðar og stofn-
ar tímaritið »Fjölni« 1835 með þeim Brynjólfi Péturs-
syni, Iíonráði Gíslasyni og Jónasi Hallgrímssyni. Yar
það tilgangur tímaritsins að vernda íslenzkt þjóðerni og
móðurmálið1, og er kunnugra en írá þuríi að segja,
hversu ómetandi áhrif það hafi liaft í bráð og lengd.
1 þessu fyrirtæki var Tómás lífið og sálin, og hversu á-
gætir sem liðsmenn hans voru, þá kveður þó langmest
að honum, og var mestur kraptur í ritinu meðan hann stóð
uppi. Er Tómas á hinum næstu sex árum forvígismað-
ur í aðalmálefnum lands vors, að því leyti sem þá gat
verið, meðan alt var í gamla einveldis horfinu, en er
hann hnígur í valinn, tekur Jón Sigurðsson við og
heldur áfram hinu byrjaða verki, að vinna að við-
reisn íslands; má því Tómás með réttu nefnast fyrir-
rennari Jóns, þar sem hann með sínum áhrifamiklu
ritum hafði vakið áliuga manna og mest gjört til að
undirbúa jarðveginn, þar sem hÍDum var ætlað að gróð-
ursetja svo mikið, sem síðan hefir horið ávöxt.
Hér er ekki kostur á að rita ýtarlega æfisögu Tóm-
ásar Sæmundssonar, því til þess vantar föng og verður
einkum að styðjast við hið stutta, en prýðilega samda
æfiágrip hans (eptir Jónas Hallgrímsson) í Pjölni (6. ári,
1) Svo segir í uppkafi félagslaga Fjölnismanna: 1. gr. íslend-
ingar viijum vér allir vera. 2. gr. Ver viljum vernda mál vort
og þjóðerni. 3. gr. Vér viljum haí'a aiþing á þingvelli.
L