Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 174
156
Aðra náfrændr sína eru menn eingöngu siöferðislega
skyldir að annast, ef peir megna, svo þeir verði eigi vanda-
lausum til pýngsla.
Af grein pessari er nú ljóst, að eigi er manni skylt
að lögum að fram færa og upp ala frændr sína nema í
beinan ættlegg upp og niðr. Manni er eigi skylt að
fram færa syskini sitt né útarfa eðr knérunna. J>að er
og ljóst af grein pessari, að eigi eru einúngis börn skyld
að fram færa foreldra sína, beldr eru og niðjar, pað er
barnabörn oglengra fram, skyldir að fram færa afa sinn
og ömmu, langafa sinn og langömmu eðr meira mæli.
Aftr er bitt óljósara, bvort foreldrum sé skylt fram að
færa afsprengi sitt annað en börn sín, fyrir pví að svo
segir í uppbafi greinarinnar: »foreldrar eru skyldir að
fram færa og upp ala börn sín“, en eigi er talið lengra
fram. En pó ræðr að öllum líkindum, að framfærslu-
skyldan nái, frá foreldrum að telja, jafnlangt niðr eðr
fram í ættina, sem liún nær, frá niðjum talið, upp eðr
aptr í ættina. Liggja ýms rök til pess, að sá skilníngr
sé hinn rétti, með pví og að hann er binn eðlilegasti
og jafnaðarfylsti.
J>að er pá fyrst að telja, að orðalagið „svo sem foreldrar
. .. svo er og börnumog niðjum“ lýsir samjöfnuði, og pað
peim samjöfnuði, er felr eðlilegast í sér fullan jöfnuð; en
pað er fullr jöfnuðr, að framfærsluskyldan skuli ná jafnlangt
fram í ættina, sem bún er látin ná upp í liana. Ann-
að pað, að eigi er fyllra né réttara að orði kveðið, par
sem sagt er í greininni, að niðjum sé skylt að fram færa
foreldra1 sína, pótt eigi geti verið átt við foreldra,
heldr við afa og ömmu eðr enn lengra upp, heldr en
1) pað er vafalaust, að orðið „forel(lrar“ stendr liér í vanalegri
nútíðarmerkingu (sbr. döriskuna), en eigi í fornri merkingu, pá or
pað þýddi forfeðr eðr langfeðga, en feðgin pýddi pá bið satna sem
foreldrar nú. Orðið foreldri eðr forellri er og enn stöku
sinnum baft í daglegu tali í fornri merkíngu. Svo gjöri eg, en
rita pá f o r e 11 r i til aðgreiníngar frá núlegu mcrkíngunni.