Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 162
144
sinni, er Sigurður lijet, og erfði hann allar eigur þeirra,
en hann var óreglumaður og eyddi smámsaman öllu
sínu, og mundi liafa eytt meiru hefði hann getað; í
basli sínu óskaði hann þess opt, að hann gæti tekið til
peninga þeirra, er honum tilheyrði á erfingjarentu, en
af því að hann gat það eigi, þá erfðu börn hans eptir
hann, er hann dó, 26 árum eptir lát móðursystur hans,
10,000 kr. á erfingjarentu. Hjer sjest nú munurinn á
fje á erfingjarentu og annari eign. Hjá Arna mundi
fjeð hafa aukist jafnt hvort sem það var á erfingjarentu
eða eigi, og honum mátti á sama standa hvort heldur
var. Hjá Páli má gjöra ráð fyrir að það hefði eyðst,
hefði liann haft umráð yfir því; liann helði við það
verið lítið betur kominn og ekkja hans verið mikið ver
stödd. Pjetri mundi hafa verið nokkur hægðarauki að
því að hafa fjeð til umráða og hjá honum mundi það
hafa aukist fullt svo mikið sem ella, en það hefði þá
aptur horfið hjá Sigurði syni lians, honum sjálfum og
öðrum til einkis gagns. Munurinn verður þá sá, að
allar eigur þeirra Arna og Sigríðar mundu liafa verið
horfnar innan 70 ára eptír lát hans, hefði elckert af
þeim verið á erfingjarentu, en af því að Árni átti 600
kr. og Sigríður 400 kr. á erfingjarentu, þá erfa þó
dótturbörn þeirra, börn Páls, 6000 kr., og Sigurður,
dóttursonur þeirra, lætur eptir sig 10,000 kr.; þetta get-
ur hjálpað hlntaðeigandi erfingjum til að verða sjálf-
stæðir uienn, án þess að vera uppá aðra komnir, auk
þess sem auðsætt er, hversu þýðingarmikið það er fyrir
fjelagið yfir höfuð, að þetta fje er til, þegar þess er
gætt, að fjeð er það meðal, þau verkfæri, er mennirnir
þurfa til að hagnýta sjer gæði náttúrunnar og knýja
náttúrukraptana til að þjóna sjer.
Ef vjer liugsuðum oss, að íslendingar færu að leggja
árlega á æfinlega erfingjarentu svo sem fimmtugasta
hlut þess, er þeir til skamms tíma vörðu til að kaupa