Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 152
stendur á vöxtum. Til þess aö koma í veg fyrir, að
tilætlun manna bregðist af þessum ástæðum, þá er nauð-
synlegt að bæta stöðugt nokkru við höfuðstólinn, enda
þótt menn ætluðust eigi til, að fjeð í sjálfu sjer færi
vaxandi; eins og sá verður að bafa vaðið fyrir neðan sig,
sem eigi vill eiga á hættu að straumurinn beri sig nið-
ur fyrir það, svo verður og hver sá að fallast á, að
nokkru sje bætt við höfuðstólinn árlega, sem eigi lætur
sjer á sama standa, þótt hann rírni með tímanum.
Á því getur verið allmikill munur eptir hverri reglu
nokkru af vöxtunum er bætt við höfuðstólinn. Til dæmis
má taka, að maður skyldi vilja, að árlega væri varið eigi
minna en 36 kr. af rentunum af 1000 kr. Að ráðgjörð-
um 4'Vo vöxtum árlega gæti hann þá ákveðið, að á ári
hverju skyldi við höfuðstólinn leggja annaðhvort 4 kr.
eða '/1o af vöxtunum eða 4 kr. ásarnt helmingi þess er
vextiruir síðar fara fram úr 40 kr.; eptir fyrstu ákvörð-
uniuni mundi höfuðstóllinn eptir 100 ár vera orðinn
1400 kr., eptir annari ákvörðuninni 1491 kr., en eptir
þriðju ákvörðuninni um 2250 kr., og sömuleiðis nmndi
það vera mest, sem búið væri samtals að borga út af
vöxtum eptir þeirri reglunni. Ef öllum vöxtunum af
1000 kr. sjóði er árlega útrbýtt, þá er eptir 100 ár búið
að útbýta samtals 4000 kr., en sje að eins liálfum vöxt-
unum árlega útbýtt en hinu bætt við höfuðstólinn, þá
verður, þótt undarlegt virðist í fljótu bragði, búið eptir
100 ár að útbýta samtals 6244 kr., og jafnframt er sjóð-
urinu vaxinn svo að hann er orðinn 7244 kr.
pegar við fjeð er bætt árlega nokkru af vöxtunum,
þá margfaldast það með tímanum og þar með gagnið,
sem að því má verða, en þetta margfalda gagn kemur
fyrst fram síðar og getur þá hlotnast öðrum en þeim,
sem hið margfált minnagagn áður mundi hafa hlotnast,
ef fjenu hefði í byrjuninni verið eytt. I3ótt ungur mað-
ur viti að fyrir hverja upphæð, sein hann þá ver sjer
til skemmtunar, mundi hann á efri árum sínum geta