Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 229
211
inni er í vald pefið, sem þegar var sagt, »hvort og
»hvern styrlc heiðandi fá slculi«; en það er með öðrum
orðum: livort hann skuli nokkurn styrk fá eðr engan,
eftir atvikum, og hvort hann skuli fá mikinn styrk eðr
lítinn, eftir málavöxtum. þessum úrskurðum verðr eigi
áfrýað til æðra yfirvalds. Annað mál er það, að ákœra
má sveitarnefnd um boðorðabrot, ranglæti og hirðuleysi
í þessu efni sem öðrum'. En það er alt annað en hein
áfrýun; það má og ákæra livern embættismann fyrir
sömu afbrot og yfirsjónir j'mist fyrir æðra yfirvaldi eðr
fyrir dómstólunum.
í regl. 8. jan. 1834, 9. gr., eru fyrirskipaðar ýmsar
reglur, er sveitanefndirnar eru skyldar að gæta. Fyrsta
skyldan er sú, að sveitanefnd skal eigi styrk veita nema
til hennar sé leitað og hún beðin ásjár. í úrskurði
landshöfðíngja 8. júlí 1882 er svo mælt, að hreppsnefnd
se óheimilt »að ábyrgjast», það er, að takast á hendr
endrgjakl á ájöllnum kostnaði áðr en leitað var styrks
hjá henni. |>ar af er auðráðið, að sveitanefnd er ó-
heimilt að veita meira styrk en um er beðið, með því
að álíta verðr, að styrkr sá sé ónauðsynlegr til viðrværis
þurfalíngi og fjölskyldu hans1 2. J>ar næst er skipað í
9. gr., að sveitastjórnin skuli »rannsaka sem nákvæm-
legast þörf beiðanda og tilefni hennar». |>ví verr og
miðr mun sveitanefndum hætta við að fara oftlega
létt yfir þessa mikilsverðu og áríðandi skyldu sína, og
jafnvel á stundum skjóta henni alveg fram af sér. Að
vísu er engin sérleg nauðsyn á rannsókn þessari, ef
nefndin er gagnkunnug eigi að eins efnahag beiðanda,
heldr og að hann sé iðjusamr og sparsamr maðr, eftir
því sem um er að gjöra. Aðaltilefnið til vanræktar á
rannsóknarskyldunni mun oftlega vera sú, að beiðandi
1) Sveitastjórnartilsk. 4. maí 1872, 38. gr.
2) Regl. 8. jan. 1834, 5. gr.
14*