Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 217
199
aðalbólið ; peir eru sjálfeldismenn eðr liafa fæði ser og
eiga vinnu sína. |>annig eru þeir á eina hðnd að-
greindir frá húsbændum og húsfeðrum, en á aðra frá
bjúum, verkamönnum og oftast frá lausamönnum, er
eigi geta kallazt húsráðendr í eiginlegum skilníugi, heldr
eru fremr en svo á lausum kili, fara með dagakaup og
eru dagkaupamenn. Úrskurðir valdstjórnarinnar gefa
nokkrar en pó allrýrar bendíngar um þýðíng orðanna
»húsmaðr« og »þurrabúðarmaðr*h J>ess má geta, að
sökum harðúðar laganna við húsmenn og þurrabúðarmenn,
hættir mörgum við að þrengja merkíng þeirra orða, en
rýmkva að sama skapi þýðíng orðsins lausamaðr.
I 12. gr. tilsk. 26. maí 1863, annari málsgrein,
segir svo: »Setist nokkurr að í húsmensku án þess að
hafa þá heimild til þess er með þarf, skal hann sekr
um 5—20 rd., og getr hann ekki með ólöglegri (=heim-
ildarlausri) dvöl sinni í hreppnum unnið þar rétt til
sveitarframfæris*. Eftir fyrri málsgrein sömu greinar
»má enginn gjörast húsmaðr eðr þurrabúðarmaðr, nema
hann til þess fái leyfi hjá sveitastjórninni, þar sem hann
ætlar að setjast að. Syni sveitastjórnin um leyfið, skal
hún skyld að gefa hlutaðeiganda það skriflegt, með á-
stæðum fyrir synjuninni, og er honum þá heimilt að
skjóta máli sínu til yíirvaldsins (sýslumanns, bæjarfó-
geta), sem slcer úr, hvort synjunin sé gild eðr ekki.
Úrskurði þess yiirvalds má skjóta til amtmanns, og leggr
hann síðasta úrskurð á málið«. Húsmaðr og þurra-
búðarmaðr verða því sjálfir að beiða sér leyfis, og hljóta
þeir, ef til kemr, að sanna, að þeir hafi fengið það,
annaðhvort hjá sveitastjórninni, eðr hjá sýslumanni eðr
bæjarfógeta, eðr og enn hjá amtmanni, hafi hinir synj-
að. Meðan húsmaðr eðr þurrabúðarmaðr sannar eigi
húsmenskuleyfið, eðr þó fengið það, er honum hús-
menskan óbeimil, og hann vinnr sér enga sveitfesti.
1) Lh. 25. maí 1882.