Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 47
29
læga viðskiftastaði, þeirri stjórn treystir pjóðin til að
sjá fram á pað, að ekki getur annars verið að vænta,
en að fátækt og örbyrgð verði fylgikonur Islands meðan
þeirri óbæfu vindur fram, að allar bandiðnir og verk-
smiðjur vantar í landinu, og meðan ágóðinn af verzl-
unarviðskiptum pess við önnur lönd að mestu leyti flyzt
burt rir því, svo að erlendar iðnaðarstofnanir og erlend
verzlunarhús sitja uppi með allan þann auð, sem þessar
tvær aðalgreinir fjárframleiðsjunnar gefa af sjer, um leið
og öll atvinnan, sem að þessum greinum lýtur, bæði á
sjó og landi, er í höndum erlendra manna, en þjóðin og
landið sitja eptir með sárt ennið og þá litlu og ófull-
komnu frumframleiðslu (Urproduction), sem hver ein-
stakur maður getur aflað sjer í sínu horni með sveita
sínum og erfiðismunum. pessari stjórn treystir þjóðin
til að stefna alþýðumenntuninni 1 það horf, sem hag-
sæld þjóðarinnar er undir komin, að þekkja þau nátt-
úruöfl, sem hún á við að skipta, og innræta henni at-
orku, dáð og dugnað til að færa sjer þau rjettilega í
nyt. pessari stjórn treystir þjóðin til að viðurkenna
það, að löggjafarvald bennar og dómgæzla er á sandi
byggð, án innlendrar lögfræðismenntunar, án vísinda-
legrar rannsóknar á lögum hennar og landsrjetti að fornu
og nýju, að binir æðri andlegu kraptar þjóðarinnar á Is-
landi geta yfir liöfuð þá fyrst blómgvast og þroskast, ef
hún að dæmi allra siðaðra þjóða fær gróðrarreit í sínu
eigin landi fyrir vísindi og menntir, og þeirri stjórn
treystir þjóðin til þess, í einu orði sagt, að lilynna að
öllum lífsöflum hennar líkamlegum og andlegum, að
opna auðsuppsprettu laudsins og að leggja ekki hags-
muni þess fyrir fætur annara þjóða, og kveikja það líf
aptur, sem dvínaði og vjek burtu úr landi voru að sama
skapi og sjálfstjórn þess fór aptur, en ijet sig þó aldrei
sjá í skrifstofusölum stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, og
þaðan verður þess því heldur og aldrei að vænta.