Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 87
IÍ9
af dalnum er ágætur sauðgróður, og er par liaft í seli ;
Borgarey út af firðinum er aðalhlunnindi staðarins.
Séra Stefán Stephensen er nýbúinn að táta reisa par
mikinn bæ, svo par er nú eitt af hinum bezt húsuðu
prestsetrum á landinu.
Frá Yatnsfirði fór eg l.ágúst á Reykjanes. Land-
ið er á leiðinni, eins og alstaðar liér á annesjunum,
mjög hrjóstrugt, eintómar klappir og liamrabelti, en
fjöllin eru lág; pau lækka töluvert pegar dregur inn
með djúpinu. Reykjarfjörður er mjór, einkum að fram-
an, pví par breikkar nesið austan við fjörðinn, svo inn-
siglingin verður injög mjó. A Reykjanesi eru hverir
allmargir og laugar, og er pað orðið frægt fyrir saltsuð-
una, sem par var höfð á öldinni sem leið. Reykjanes
er breitt að framan, en örmjótt hið innra; pað er hömr-
ótt og hrjóstrugt og hæst utarlega um miðjuna; vestan-
til er nesið eintómar klappir með sjó fram, en að aust-
auverðu er sléttara með sjónum og allgóður vegur.
Fremst á nesinu er sléttast og minua um klappir; par
eru hverirnir. tíjá hverunum tjölduðum við og dvöld-
um par eina nótt og hálfan dag, til pessaðskoða hver-
ina. p»ar sjást enn pá margar menjar eptir saltsuðuna,
garðhleðslur, grjótstéttir undan saltpöununuin o. fl.
Magnús Ketilsson segir gjörla f'rá saltverkinu á Reykja-
nesi. Árið 1772 skipaði konungur svo fyrir, að Conrad
Walther skyldi fara til íslands og skoða Reykjanes;
Walther pessi var embættismaður við »Vallö Saltværk* ;
með honum fóru saltsuðumaður, múrsveinn og timbur-
maður og Jón stúdent Arnórsson. Jón pessi átti að
læra saltsuðuna, til pess hann seinna gæti haft umsjón
með starfinu. peir félagar komu í pangað í júnímán-
uði 1773 ; voru pá pegar reist hin nauðsynlegustu hús
og múraðar 3 saltpönnur, og 6. septeinbermán. byrjaði
saltsuðan. Næsta ár fór Walther aptur til íslands sam-
kvæmt konungsúrskurði 3. janúar 1774, og 21. febr. s.
á. varð Jón Arnórsson sýslumaður í ísafjarðarsýslu og