Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 10
VIII
liinna þýzku bókmenta. Mikla viðkynningu liafði liann
við Steífens, sem var lionum liinn alúðlegasti. Er svo
að sjá sem Steffens hafi tekið honum eins og landa
sínum að hálfu leyti, pví Steffens var ÍTorðmaður. Hann
átti og tal við Schleiermacher og naut mikillar vinsemd-
ar af próf. Levetzow, forngripasafnsstjóra. Erá Berlin
fór hann til Leipzig og Dresden, paðan til Prag og pví
næst til Waldmiinchen (íBaiern); er síðan eyða í ferða-
söguna. og tekur til aptur á næsta ári í marzmán. J>á
er Tómás í Kómaborg og liefir dvalið par nokkra mán-
uði. faðan hélt hann til Neapel og endar á lýsingu
peirrar borgar og nágrennis hennar. Er pað seinast, að
hann ætlar um sumarið frá Neapel með gufuskipi, sem
til stóð að færi lystiferð til peirra staða, par sem fegurst
er og mest að sjá við Miðjarðarhafið. Meira er ekki til
af ferðasögunni nema niðurlagið á tveimur blöðum. En
í æfiágripi pví, er hann samdi, pegar haun tólc prest-
vígslu, getur hann einnig utanfarar sinnar; kom liann
auk áðurnefndra merkisborga á pýzkalandi einnig til
Munchen og Wien, og dvaldi veturinn eptir í Kóma-
borg eins og fyr er getið. Fór hann liina áformuðu
lystiferð frá Neapel og kom til Sikileyar, Apenuborgar,
Konstantínópel, Smyrnu og fleiri merkra staða. Seint
á árinu 1833 kom hann til París og byrjaði par brjóst-
veiki sú, er síðar dró liann til bana. Ivendi hann pað
breytingu á loptslagi og fjárskorti, sem olli pví, að hann
gat ekki veitt sér liæfilega aðbúð. Um vorið hrestist
hann svo, að hann gat snúið til heimferðar og lagði
liann leiðina um Lundúnaborg og paðan til Danmerk-
ur. Segir liann á einum stað í ferðasögunni, að pví
miður liafi sér ekki gefist kostur á að kynnast Englandi
og hinni ensku pjóð neitt til muna. Til Danmerkur
kom hann í maímánuði 1834 og hafði ferðin hérumbil
staðið jfir í tvö ár.
|>að, sem til er af ferðasögunni, ber vott um, liversu
vel Tómás hefir tekið eptir öllu, sem fyrir hann bar,