Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 214
196
svo sé, að 10 ár full purfi til að vinna sveitfesti, þá
keinr hvorki pað til greina, að hjú komi nokkrum dög-
um síðar í vistina, en hjúaskildaginn hyrjar, eðr fari
fám dögum fyrr úr vistinni, ef þeir dagar ganga til
ferðalagsins í og úr vistinni1 2. Slíkt hið sama má segja
um flutníng bænda til ábýlis síns og frá; svo er og um
önnur lík eðr áþekk dæmi. En aftr hefir úrskurðar-
valdinu orðið næsta drjúgrætt um þýðíng orðins »vist-
fastr« 1 6. gr. regl. 8. jan. 1834. Um skilníng orðs
þessa og útþýðíng þess eru harðla margir úrskurðir og
mismunandi. Lögsljórnarráðið skýrði fyrst orðið svo,
sem og er eflaust rétt, að hverr sá maðr megi »vist-
fastr« heita, er vinni fyrir sér á löglegan hátt*. Síðar
samþykti þó lögstjórnarráðið þann stiftamtsúrskurð, að
móðir vinni sér sveitfesti með nægilega laugri dvöl hjá
dóttur sinni; en úrskurðrinn skýrir eigi, hvort móðirin
liafi verið svo vinnandi, að hún hafi mátt heita sjálf-
vinnúngr eðr eigi3. En með úrskurði dómsmálaráðgjaf-
ans 31. maí 1858 er staðfestr sá úrskurðr amtmanns,að
maðr vinni sér framfærslurétt með því að gjöra eitthvað
híngað og þangað í sömu sveit, þótt hann væri á sí-
feldum flækíngi. Maðr þessi var hinn nafntogaði Sölvi
Helgason, og má telja honum það til gildis, að hann
sýndi svo greypilega síðar í lífi sínu, hversu hált það er
að taka eigi orð laganna eins og þau eru töluð, né í
þeim skilníngi, er beint liggr fyrir. J>að er eflaust, að
þessi úrsk. 31. maí 1858 misþýðir orðið »vistfastr«, svo
sem það er venjulega haft4, að hann ónýtir það skil-
yrði, er kansl. 4. ág. 1838 setr, að maðr »vinni fyrir
1) Kansl. 18 apríl 1843.
2) ICansl. 4. ágúst 1838. 1. atriði.
3) Kansl. 15. apríl 1843.
4) Eg heíi í þýbíngu minni á 6. gr. regl. 8. jan. 1834, er hér
fylgir eí'tir, tekið upp orðið „vinnandi" milium sviga, því „vinn-
andi“ á betr við nú síöan iausamannatilsk. 26. maí 1863 kom úý
er gjörir lausamensku að löglogri atvinnu.