Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 85
67
eru við Hestfjörð, allir að vestan. Yzt að austanverðu
er stórkostlegt hrúgaldur af lausagrjóti upp með lilíð-
inni nærri móts við ba-inn jzta að vestanverðu, og fór-
um við par yfir dálítinn háls að Hvítanesi; þar eru í
hálsendanum glöggar ísrákir með stefnunni N5'A, yíir
pær ganga aðrar rákir með stefnunni N30°V. Sum-
staðar eru vindnúnar klappir á milli.
Daginn eptir fórum við frá Hvítanesi kringum
Skötufjörð; pað er ákaflega langur vegur og torsóttur.
Skötufjörður kvað vera jafndjúpur eins og Isafjarðardjúp
fyrir utan, að sögn um 70 faðrna; par gengur inn all-
mikill fiskur, en ekki á hina firðina, pví par eru berg-
höpt fyrir framan, t. d. í Mjóafirði og Hestfirði, pó
djúpt só innra. ísrákir eru víða við Skötufjörð eptir
fjarðarstefuunni, og fágaðar klappir koma við og við
fram úr urðinni; alstaðar eru brattir hamrahjallar,
sluiður og stórgrýti; par er illur vegur, og pó nærri lak-
astur par sem menn hafa verið að myndazt við að gera
að lionum, pví par eru lagðar hellur í göturnar, sem
hestarnir hæglega geta dottið á eða rekið lappirnar nið-
ur um óteljandi glufur og göt. Botn fjarðarins er eins
hrjóstrugur, par eru tveir bæir og gengurósinná milli,
innan um ísnúin klapparholt. Fyrir utan Borg og að
Hjöllum er vegurinn einna verstur ; par heitir Fossa-
lilíð, og er hún nafntoguð hér vestra. Hjá Hjöllum
verður maður að fara yzt utan í háum hamrabrúnum
og præða bláeggina, pví kviksyndismýri er fyrir ofan og
út á brún ; í Fossahlíð verður maður víða að klöngrast
hátt upp 1 fjalli. Fyrir utan Hjalla batnar vegurinn
stórum, og fer maður úr Skötufirðinum yfir lítinn háls
fyrir utan fjallsnefið að Ögri.
Ögur liefir lengi verið stórbýli og er pað enn, pví
sú jörð er prýðilega setin. Jakob Rósinkarsson hefir
gert par miklar jarðabætur, byggt stórt íbúðarhús, látið
gjöra vatnsmylnu, stíflu í ána, svo veita má vatni um