Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 219
201
far til liann jrnni sér aðra nýa með 10 ára vistarveru1.
Um pessi sveitfestisslit er eklri annað að athuga en pað
eitt, sem fyrr er tínt um slit á heimilisfangi manna2.
J>að annað slítr sveitfesti, ef maðr þiggr sveitastj'rk áðr
en lögskipaði tíminn er liðinn, og skiftir þá engu, hvort
styrkr sá er endrgoldinn áðr en lögtíminn er liðinn eðr
eigi, eðr hvort framfærslusveit þurfalíngsins eðr og þurfa-
língrinn sjálfr hefir styrkinn endrgoldið3. Um það er
einúngis að gjöra, að styrkrinn sé réttr eðr löglegr
sveitastyrkr en eigi ólöglegr, með því að ólögmætr
sveitastjTkr slítr aldrei sveitfesti. Óneitanlega hefir það
verið eitthvert hið stærsta þrætuepli allra framfærslu-
niála, hvort sveitastyrkr hafi verið lögmætr eðr ólög-
mætr. Um þessa grein sveitamála gefa úrskurðirnir
margar góðar skýríngar, en þó fremst af öllum úrskurðir
Pétrs amtmanns Havsteins, er að minni hyggju lieíir
fram fylgt manna bezt réttum skilníngi á framfærslu-
löggjöf vorri og heppilegast ráðið fram úr mörgum vafa-
málum og ýmsuin vafagreinum liennar. En áðr en eg
vík að umtalsefni úrskurðanna sjálfra, bið eg menn hug-
festa sér, að það er alveg sömu merkíngar að segja:
styrkr þessi slítr sveitfesti, sem að segja: styrkr þessi er
réttr eðr lögmætr, og eins hitt: styrkr þessi slítr eigi
sveitfesti, er sama sem: styrkr þessi er óréttr, ólöglegr.
Eftir 9. gr. reglugj. 8. jan. 1834 er sá einn sveitastyrkr
lögmætr, sem er 1. umbeðinn, 2. veittr og 3. þeginn;
en eftir 4., 5. og 9. gr. reglugj. 8. jan. 1834, sem og
öðrum þeim lögum er snerta skylduframfærið, verðr
um það að dæma, hvort styrkrinn sé 4. nauðsynlegr
eðr eigi.
Eigi slítr það sveitfesti manns, þótt honum sé gef-
in upp tíund hans og annað sveitarútsvar, fyrir því að
1) Eg. 15. sept. 1849.
2) Kg. 8. maí 1848.
3) KaiiBl. 23. apríl 1844, sbr. lh. 18. apríl 1874.