Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 172
154
en hún er um of sniðin eftir dönskum lögum, sem eigi
eru lög hér, því að höfundrinn hefir mjög svo bundið
sig við danska lögfræðisbók: Mannréttinn (Personretten)
eftir A. W. Scheel, frægan lögfræðíng með Dönum. Af
því nú að enginn annar af lögfræðíngum vorum en
Bjarni sýslumaðr Magnússon liefir enn orðið til að skýra
ómagalöggjöf vora í heild sinni og að hera úrskurðina í
framfærslumálum vorum saman við lögin, svo sjá megi
lögvenjuna, þá hefi eg ráðizt í að bjóða lesendunum þetta
sýnishorn, pótt eg viti gjörla, að eg em eigi til þess
færr sem skyldi, sem eigi er heldr að ætlast til af mér,
ólögfróðum manni. Eg hefi hugsað mér að ráða bót
nokkra á þeim tveim göllum, er mér þykja einna
auðsæjastir á »yfirliti« Bjarna sýslumanns. Er annar
gallinn sá, að skylduframfærið er fieygað inn í sveitar-
framfærið, og getr því eðr enda hlýtr slíkt fyrirkomu-
lag og niðrskipun framfærslumálanna að koma inn hjá
mönnum þeim háskalega misskilníngi, að sveitarfram-
færið sé aðalframfærsluskyldan, en skylduframfærið vara-
skyldan. Nokkrir úrskurðir hera vott um þenna mis-
skilníng, þótt enginn þeirra gjöri það svo berlega sem
úrskurðrinn 4. júní 1884. Hinn gallinn er sá, að miuni
hyggju, að bæði »yfirlitið« og ýmsir úrskurðir byggja
um of á dönskum lögum, eða þá á sjálfgjörðum reglum,
en hlaupa léftilega eðr jafnvel hirðulítið fram hjá ýms-
um nytsömum fyrirmælum reglugjörðarinnar 8. janúar
1834, hvað þá lieldr ákvæðum lögbókar. Eg hefi tekið
fyrir eingöngu ómagaframfærsluna, því að tilsk. 4. maí
1872 um sveitastjórnina er bæði nýrri og auðveldari að
skilja. En eg áleit alveg nauðsynlegt að útskýra skyldu-
framfærið sér í þætti, og síðan sveitarframl'ærið einnig
sér. Eg geng euda að því vísu, að mér hafi sumstaðar
missézt um lagastaði í þessari tilraun minni, eðr að lög-
fræðíngum vorum muni þykja svo. En eg hugga mig
við, að þeir muni vorkenna mér fákunnáttu mína, og