Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 66
48
inn, sumar aptur miklu hærra, t. d. uppi á Botnsheiði,
1571 fet yíir sjó, par er stefna peirra beint frá vestri
til austurs. Dalurinn upp að heiðinni er allgrösugur,
smátt skógarkjarr, lyng og grasbrekkur upp undir brún-
ir, einkum pó peim megin, er mót sólu veit; á rennur
niður dalinn um blágry'tishjalla, og eru par margir foss-
ar og sumir rjett laglegir. pegar kemur upp undir
brúnirnar, er hin fegursta útsjón yfir Skutilsfjörðinn og
tangann með öllum húsunum. J>egar kemur upp á
Botnsheiði sjálfa, er Ijótt og hrjóstugt umliorfs; pað er
nærri alstaðar eins á háheiðum hér vestra, hvergi gras-
tó, alstaðar urðir og klappir, holt og skaflar í hverri
laut: efstu brúnirnar eru skornar sundur í eintóm slit-
ur af sífeldu vatnsrennsli um púsundir alda, milli gilj-
anna standa eptir saumhöggsmyndaðar fjallseggjar, strýt-
ur og nybbur, en alstaðar liggja blágrýtislögin lárétt
og óhögguð prátt fyrir allar misjöfnur; pau hafa ekki
raskazt hið minnsta, en vatnið heíir sogazt gegnum
pau. Niður í Súgandafjörðinn verður maður að hitta
mjótt skarð; er vegur par fremur slitróttur og bratt að
fara niður. Súgandafjörður er pvengmjór og brött fjöll
á báða vegu; fjörður pessi er mjög líkur Mjóafirði eystra,
en fjöllin eru pó ekki eins há. í hlíðum Botnsdalsins
er ákaflega grösugt móti sólu, sumstaðar dýjavermsl, sum-
staðar djúpur jarðvegur fram með lækjum, og hafa læk-
irnir opt graíið sig djúpt niður og renna sumstaðar
neðanjarðar; í skrúðgrænum grasbrekkunum eru hér og
hvar stórar gulgrænar skellur, og liélt eg í fy'rsta langt
til að sjá, að par væri skógarkjarr og gulvíðir í brekk-
unum, en pegar nær kom, var pað eintómur skógur af
burknum eða tóugrösum, og hafði eg aldrei áður séð
pess konar gróður, en sá pó seinna nokkuð líkt víðar í
fjörðunum. Burknarnir eru 2—3 fet á hæð, standa
peir saman í runnum og er hver runnur 2—4 ferhyrn.
faðmar að flatarmáli, en graslendi er á milli peirra með
vallgresi, súrum, sóleyjum og fíflum; sumstaðar er apt-