Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 125
107
út af aftöku óbótamanns, en hneykslast eigi á morði—
slík þjóð hefur þörf á, að valdstjórnin fái langtum
strangara vald til að undiroka, en annars þyrfti að eiga
sjer stað, þareð hinar fyrstu óhjákvæmilegu kröfur sið-
legs lífs annars myndu eigi hafa neinn stuðning. J>eg-
ar þessar hörmulegu skoðanir ríkja hjá einhverri þjóð,
sem hefur haíið sig upp úr villulífi, þá eru þær vana-
lega afleiðingar af áðurverandi illri stjórn, sem hefur
kennt henni að skoða lögin, eins og þau væru sett ann-
ars vegna en þjóðinni til góðs, og valdsmenniua verri
en þá fjandmenn, sem augljóslega gjöra þeim illt. En
hversu lítið sem þeir eru ámælisverðir, sem fyrir atvik-
in haía komizt á þessar skoðanir, og þó að þessum skoð-
unum verði um síðir útrýmt með góðri stjórn, þá þarf
þó, meðan skoðanirnar eru ríkjandi, sterkara vald til að
stjórna slíkri þjóð, en það sem þarf, þegar þjóðin er
lögunum velviljuð og fús til að veita öfluga hjálp, til að
halda þeim uppi» (Den repræsentative Regjering. Khöfn
1876,, bls. 11-12).
A Á öðrum stað segir hann: »Ef embættismenu, sem
eptirlit eiga að hafa, eru jafnspilltir og hirðulausir og
þeir, sem þeir eiga að hafa eptirlit með, og ef alrnenn-
ingsálitið — liyrningarsteinn alls eptirlits — er of fá-
frótt, eða of afskiptalaust, eða of hirðulaust og atliuga-
laust til að gjöra það, sem því ber, þá verður jafnvel
hið bezta fyrirkomulag á framkvæmdarstjórn að litlum
notumx- (s. b., bls. 43).
J>að þarf eigi að fara frekar út í þetta til þess að
sjá, hversu Mill telur það þýðingarmikið, að menn haldi
uppi rjettinum, og skipti sjer af og láti sig varða um,
að menn breyti eptir lögunum. J>ess skal að eins getið,
að hann telur það einlivern helzta og þýðingarmesta j
starfa hvers fulltrúaþings, að hafa eptirlit með og gæta
þess, að lögunum sje fylgt. Hann talar um hinn af-
skiptalitla þolinmóða mann og hinn duglega og kjark-
mikla mann, sem hann tekur langt fram yfir hinn.