Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 196
178
að geti sveitastjórnin eigi kent letíngjanum iðjusemi eðr
útsláttamanninum að laga líferni sitt með öðru móti eu
að láta kann vorkennast, þá er lienni það eigi aðeins
heimilt, heldr og skylt eftir 5. gr. reglugj. Samkvæmt
9. gr. reglugj. skal sveitastjórnin »engan styrk veita
íþeim manni, er uunið getr fyrir nauðsynjum sínum,
»ef hann beitir kröftum sínum (þ. e. andlegum og lík-
»amlegum hæíileikum) tilklýðilega«. Ennfremr »skal
»þess einkum gætt, að þurfamaðrinn vinni svo mikið
»sem unt er fyrir sér sjálfr, og skal útvega lionuui
»vinnu sem kostr er á«E Sveitastjórnin skal og jafnan
öðrum þræði hafa sér hugfastar »afleiðíngar þær liiiiar
»skaðsamlegu fyrir siðsemi og iðjusemi manna, er of
»auðfenginn sveitastyrkr valdið getr«. Eg fæ nú sann-
arlega eigi séð, að þrengri skorður verði settar, meira
aðhald gefið, né sveitanefndum víðtækara vald fengið í
þessu efni. J>að er því eigi lögunum að kenna, keldr
mönnum þeim, er stýra eiga lögunum og að hlýða þeim,
sem og öðrum þeim ástæðum, er lög fá eigi aftrað, ef
sveitaþjarfar eru óþarflega margir fyrir sakir aðhalds-
leysis. fað er og einher uppgerðarkræðsla, ef sveita-
stjórnirnar þora eigi'að fram fylgja hér skýlausum fyrir-
mælum laganna, allra helzt í þeim greinum, er eigi
liggja undir úrskurð sýslunefnda" né æðri yfirvalda.
Ómagi er þá hverr sá maðr, er eigi megnar af
sjálfsdáðum fram að færa sig og sína, og sé liann eigi
skylduómagi annars manns né fái styrk hjá frændum
sínum eðr öðrurn mönnum, er hann sveitarómagi.
jpurfamaðr heitir maðr, er þarf styrk að fá í gustuka-
skyni eðr af framfærslumönnum sínum eðr sveitinni til
framfærslu sér eðr sínum.
1) Sjá nú sveitastyrkslögin 4. núvbr. 1887, 5. gr.
2) Sjá sveitastjórnartilsk. 4. maí 1872, 38. gr.