Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 244
226
íng og að pau sð snemma vanin á guðræi'ni, siðlæti og
vínnusemi. Annars á prestrinn sérílagi að sldfta sér af
uppfræðslu barna pessara, og slral sveitanefndin hlíta
atkvæði hans um niðrsetníng barnanna . .
23. grein. Ef nokkurr pjarfr sýnir óhlýðni, mót-
próa, leti eðr aðra ósiðsama brejtni, og vill sigi skipast
við áminníngar, skal hann sæta refsíngu eftir mála-
vöxtum, svo sem lög eru til . . .1 2.
Nokkrar greinir úr lögbók um ómagaframfærsiu.
1. Erændaframfæri.
Framfœrslubálkr 1. Jcap. Hverr maðr á fram at
færa föður sinn ok móður, hvárt sem hann er skilget-
inn eðr frilluborinn, ok svá börn sín. Nú á hann eigi
svá fé, at hann megi annast pau, pá skal hann pó til
leggja alt slíkt, er hann parf eigi til matar sér ok klæða
. . . Eigi skal ómaga telja framar en á fé pess hjóna,
er ómaginn er skyldr, og hverfi af fénu, pegar er hann
er 16 vetra, ef liann er heill ok verkfærr.
Framfb. 5. Jcap. allr.
2. Hjúskaparframfæri.
Framfb. 2. Jcap. Skylt er hvárt hjóna annat fram
at færa á fé sínu, hvárt sem pat, er framfærslu parf,
verðr ótt eðr fær annan krankleika . . . Nú sækir prot
bónda í héraði, pá skal skifta ómögum peirra (p. e.
lijónanna) eftir pví sem félag peirra var gjört. Skal
móðir færa ómaga sína á hendr frændum sínum peim,
er arfi eru næstir, ef peir eiga fé eðr forlagseyri til . . .
1) Sjá nú safnaðalögin 27. febr. 1880, 6. og 11.—12. gr.
2) Sjá nú sveitastyrkslögin 4. nóvbr. 1887, 6. gr.