Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 123
105
og forsvara fyrir ómilduin mönnum, en ekki í pví, að
láta skálkinn ræna sig og fjefletta, ef jeg má laganna
njóta. J>að er engu betra, en að forsmá guðs gáfur, er
hann veitir mjer til uppeldis, en jeg vil pær ekki nýta.
Jeg veit, að jeg er skyldugur að styrkja mál ekkjunnar
og liins föðurlausa, mun jeg pá ei mega ganga í rjett
fyrir pau, kunni peim par með hólpið að vera, ef mjer
pað lögin ieyfa? Af öllu pessu hygg jeg nú auðsætt
vera, að pað ekki einasta er leyfilegt, heldur gott verk
á stundum að leita laga og rjettar á móti árásum
vondra manna». (Prjedikanir fyrstu útg. II., bls. 133
— 135).
J>á er pað eigi síður ljóst, hversu Jón Vídalín hef-
ur viljað halda uppi rjettinum gegn ólögum og rangind-
um af orðutn hans í prjedikun um rjettinn (de jure);
par segir hann svo; »Sjái peir til, er svo mikunsamir
eru vondum verkum, að peirra tómiæti og stjórnleysi
fljetti peim ekki svipu handa peirra eigin hrygg uni
síðir* (Prjedikun útg. af Jóni B. Straumfjörð. Rvíkl878
bls. 6.). »Bjetturinn er einn guðdómlegur hlutur og
sætur, nær með hann er farið með skilum, pví hann er
svo sem nokkurs konar bílæti guðdómlegrar tignar,sem
lætur góðum vel, en vondum illa líða. En ekkert er
beiskara, ekkert súrara, en pegar hann er vanbrúkaður*
(s. bók bls. 8.). »Jafnvel peir,sem ekki eru af náttúr-
unni óráðvandir, peir týna sinni náttúru, pegar peir sjá
að allir hlutir ieyfast, svo að hveitið verður að illgresi í
drottins akri» (s. bók, bls. 9).
Enn fremur vil jeg benda mönnum á orð sem lýsa
skoðunum hins mikla kennimanns, Helga biskups Thord-
ersens, en honum farast svo orð: »{>að er eigi rjett-
læti eingöngu, að gefa mönnum lög, en hitt er rjett-
læti, að fylgja pví fram að peim sje gegnt, og láta pá
fá maklega hegningu, sem pverskallast, en hina njóta,
sem hlýðnast» (Prjedik. bls. 126). Og enn fremur:
»Að vísu geta menn ekki auðsýnt öllum söniu blíðu og