Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 86
stokk á túnið o. s. frv. Jörðin er sjálf ekki stór, en
par er ógætt útræði og sjósókn mikil. I kirkjunni í
Ögri eru ýmsar merkilegar myndir, t. d. af Ara bónda
Magnússyni í ögri og konu hans, —hún er nú komin á
Porngripasafnið,—af Magnúsi Bergssyni o. fl. Frá Ögri
fór eg að Yatnsíirði kringum Mjóafjðrð, fyrst yiir dálft-
inn háls, síðan inn fyrir Laugarvík, pernuvík og fleiri
víkur. Nesin inilli víkanna eru mjög hrjóstreg og gróð-
urlaus, eintómir hamrastallar, klappir og urðir og kletta-
nef og ranar fram í sjó. Upp af Laugavík er Lauga-
dalur, par eru laugar á Laugabóli, en ekki kom eg pang-
að. Fyrir sunnan Látravík er Mjóifjörður, mjög mjór;
klettahólmur er í mynninu, og klettanes frá eystra land-
inu, rétt fyrir innan Skálavík. Fjöllin við Mjóafjörð
eru lág og grösug, lyngi vaxin á stöllum, par er góður
vegur og greiðfær raeð íirðinum viðast hvar. Innarlega
að vestanverðu gengur stór og mikill dalur, Heydalur,
upp frá firðinum ; par er skógur nokkur, grösugt og
sveitarlegt, og eins er nokkur skógur í fjarðarbotninum.
Frá Skálavík fer maður yfir lítinn háls að Yatnsfirði;
svo er hér alstaðar við Djúp, að menn fara yíir smá-
hálsa og klettanef yzt á nesjunum milli fjarðanna.
Hér og hvar austan við Mjóafjörð vottar fyrir volgum
lækjum undir hlíðiuni, og sumstaðar við sjóinn dálítið
fyrir ofan fjörumá) er sambreyskingur af hnullung-
um, sem líklega er til orðinn af áhrifum heita vatns-
ins.
Vatnsfjörður er, eins og allir vita, eitt hið helzta
prestsetur á landinu ; par heíir lengi verið höfðingjaset-
ur; par bjó forvaldur Snorrason, níðingurinn alræmdi,
og ættmenn hans, ög var bærinn illa ræmdur á Sturl-
ungatíð, pví par bjuggu illmenni og ribbaldar ; seinna
voru par merkir höfðíngjar, eins og t. d. Björn Einars-
son Jórsalafari; 1530 eignaðist kirkjan Vatnsfjörð, eptir
langt pras og málaferli. Landið í kringum Vatnsfjörð
er mjög hrjóstrugt og gróðurlítið, en fram á fjalli upp