Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 98
80
helluna og fægt hana par sem þeir fóru yfir. Fyrir
framan jökulsporðinn var lítill jökulgarður, hogadreginn
eptir röndinni, en þar sem vikið var að sunnan, var
hann kippkorn (70 faðrna) frá jökulhömrunum. Skrið-
jökull þessi er að minnka, alveg eins og jökullinn í
Kaldalóni, jökullinn í Reykjarfirði við Geirólfsgnúp o.
fi. Fjórir lágir jökulgarðar eru hér á leirunum fyrir
framan jökulinn; er þar tildrað upp stórgrýti hverju of-
an á annað, og allt er núið og rispað af jökulhreyfing-
unni. Iíunnugir menn sögðu mér, að jökullinn hefði
fyrir 40 - 50 árum náð út að yzta jökulgarði; síðan
hefur hann þá stytzt um rúma 500 faðma. Allir jökl-
ar, sem eg þekki hér á landi, eru að minnka, og hefir
þeim stórum munað á hinum síðustu 50 árum. í
Alpafjöllunum hafa menn tekið eptir hinu sama1. í
suðurhlíðinni við Leirujökul sjást margar menjar þess,
að jökullinn hefir fyrrum verið miklu þykkri en nú.
Fyrir utan yzta jökulgarðinn eru grasi vaxnar eyrar;
nokkur gróður er tyrir innan yzta garðinn, en svo
hverfur hann skjótt, eptir því sem maður nálgast jök-
ulinn, og sést ekki stingandi strá fyrir innan þriðja
garðinn.
Fjöllin, sem liggja að Leirujökii, eru öll úr blá-
grýti, eins og önnur fjöll hér vestra., en undir blágrýt-
inu fann eg beggja megin við jökulinn mjög einkenni-
legar og sjaldgæfar myndanir. Sunnan við jökulinn
hallast lögin í þessum myndunum 3—4° inn á við; þar
er efst samlímdir malarsteinar smáir, núnir og renndir
af vatnsrennsli, sumir molarnir eru úr blágrýti, sum-
staðar mikið af kvartsi innan um, sumstaðar er gráleit
eða gul leirlög, en neðst rautt móberg. Basaltgangar
eru sumstaðar þvers í gegn um þessar »conglomerat»-
myndanir, og er »tachylyt»-skorpa á takmörkunum og
sumstaðar greinar út úr göngunum milli leirlaganna.
1) A. Iieim: Glolscliorkunile. Stuttgart 1885, bls. 509.