Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 233
215
foreldranna, til samanburðar, til að sjá hversu hverjum
spilast úr eftir efnum sínum og öllum aðstæðum. Sumir
með sömu eðr næsta líkum efnum og aðstæðum komast
'bezt af, aðrir í meðallagi, priðju lakast, og enn nokkrir
biðja. Sé nú efni og aðstæður beiðenda eðr heimtenda
engu verri en hjá mönuum í priðja flokki, er ekki rétt-
látt að hjálpa þeim. Hvernig sem á er litið, er hófleg
sparsemi við þurfamenn, eftir réttlæti og sannsýni, liið
rétta og sjálfsagða. Munum vér eigi allir hljóta að játa,
að hóflegt lánstraust hjá kaupmönnum hefði oss verið
miklu hollara, en hið mikla lánstraust, er margr liverr
notað hefir svo óhóflega. J>etta liið sama á sér enn
frernr stað um sveitalánin1. Ef sveitastjórnin getr með
sparsemi, réttsýni, góðfúsum og sanngjörnum fortölum
komið letíngjanum til að verða starfsömum, óprifanum
prifnum, eyðsiumanninum sparsömum, í einu orði, geti hún
gjört pjarfinn að sjálfstæðum manni, pá hefir hún gjört hon-
um mikiðgóðverk,einmitt hiðsama góðverk, sem allir góðir
foreldrar ástunda að gjöra börnum sínum, að gjöra pá að
nýtum og frjálsum mönnum. pess skal eg geta, að mér
hefir fundizt affarabezt og réttast, að styrkja jafnan liinn
veika en góða vilja fátæklíngsins til sjálfsbjargar, áðr en
hann örmagnaðist undir byrðinni; en alstaðar par er
vilja og viðleitni vantar, par mun naumast um annað
að gjöra, en vera sem tregastr og sparsamastr á styrk-
veitíngum, en taka þá heldr frá foreldrunum jafnóðum
eldri börnin, er alast upp við sult og iðjuleysi, van-
kunnáttu til munns og handa, óprifnað og eyðslu, pá
er nokkuð er til, ef eigi við annað verra, og koma þeim
fyrir á þeim stöðum er pau geti orðið að manni. Þetta
er sveitastjórnum skylt eftir 9. gr. regl. 8. jan. 1834.
1) Eg f'æ oigi botr séð en að allr sveitastyrkr verði nú, eftir 1.
og 2. gr. sveitastyrkslg. 4. nóvbr. 1887, bara lögtækt lán, hjá
f'ramfærshunönnum, ef' þjarfrinn á nokkurn, ella bjá lionum sjálf-
um, og pað hvenær sem vera skal.