Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 180
1G2
»eftir föngums eðr og »eftir megni»; en á framfærslu-
skyldu foreldra við börn sín eru engar skorður settar
eftir fjárhag þeirra. í allri úrskurðarsögu vorri um ó-
magamál hefi eg séð um þetta efni eingöngu landshöfð-
íngjaúrskurðinn 11. júní 1880, er samþykkir amtsúr-
skurðinn. Úrskurðrinn 11. júní 1880 fer því fram, að
óskilgetinn sonr sé eigi skyldr að færa fram föður sinn
»að öllu leyti», og færir það til, að 9. gr. í erfðatilsk.
25. sept. 1850, sbr. við Dl. 5—2—70 (réttara væri
Nl. 5—2—71) veiti launsyni enga arftöku eftir föður
sinn. Eg liygg nú að vísu, að úrskurðr þessi sé als
ekki réttr, en þó eingöngu af því að framfærsluskylda
barna og foreldra sín á milli er svo rík sem mest má
verða, og jafnrík, hvort sem börnin eru óskilgetin eðr
skilgetin. I 1. kap. framfb. er svo ákveðið um fram-
færsluskyldu foreldra og barna sín í milli, að ef fram-
færslumaðr á eigi svo fé, að hann megi (== megni) ann-
ast ómagann, hvort sem nú ómaginn er annað foreldra
hans eðr barn hans, »þá skal liann þó tilleggja alt slíkt
sem hann þarf eigi til matar sér ok klæða». En þess
ber og að gæta, að framfærsluskyldan var svona rík
eingöngu milli foreldra og barna. Milli syskina var
framfærsluskyldan linari og síðan æ því linari, sem fram-
færslumaðr og ómaginn voru fjarskyldari. Linun þessi
er fólgin í því, að framfærslumanni var gjört að eiga
því meira fé eða forlagseyri bæði fyrir alla ómegð
sína og svo fyrir ómaga þann, er hann þá taka skyldi
á framfærslu, sem hann var ómaganum fjarskyldari.
Jafnframt þessum greinarmun er og gjörðr í fjarskyldari
liðum munr á því, hvort framfærslumaðr var erfíngi ó-
magans eðr og ómaginn erfíngi hans, eðr þeir voru það
ekki. Nú er kunnugt, að laungetin börn erfa hvorki
föður sinn né föðurfrændr, utan arfleidd sé, og faðir og
föðurfrændr erfa þau heldr ekki. Hórbarn móðurinnar
erfir og eigi móður sína né móðurfrændr, og móðir